"veistu, allar breytingar eru góðar" sagði hún við mig og horfði á esjuna sem blasti við úr stofuglugganum. "leggst þetta nokkuð illa í þig?"

"nei þetta leggst í raun mjög vel í mig. þessi kvíði er eðlilegur. kvíðinn sem fylgir breytingunum. líka góðu breytingunum."

"já, núna skaltu hefja nýtt líf!"

"nýtt líf??? hvað áttu við. er líf mitt ekki nógu gott."

"nei ég meina það. bara betra líf"

"hmmm...já. jújú ætli það ekki bara. er alveg til í það sko."

"viltu kaffi?"

"nei ég fæ alltaf brjóstsviða af kaffinu sem þú lagar. það er svo sterkt."

"æh, er það. hmm. jú ég vil nú hafa það nokkuð sterkt. ekkert hland hér á bæ. en viltu þá kannski sódavatn?"

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal