Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2007
Mynd
við mæð gur erum að fá okk ur seríjó sið og bíða eftir kaff inu og það er verið að sprengja upp vesturbæinn hér rétt upp úr hádegi. liklega að nýta "lognið" á undan storminum. eða er hann ekki annars á leiðinni. ætli þetta verði þá gustmikið ár? ég veðja frekar á glettið. gamlársdagur er svo ágætur. vinkonan kemur og við leggjum tarot og fáum okkur staup eða freyðara í tilefni tímamóta. kannski kemur svo ástin til mín og peningarnir og allt það. sköpunarkrafturinn fílelfdur rúllar sér af fimi inn um skáargöt og ég gerist víðförul og viskan mun bletta upp í alla heimsku og annan óskapnað. síðan vex jarðbundið tré djúpt úr yðrum mínum og stóíska róin glitrar og glóir í myrkri. glettilega skemmtilegt allt. gleðilegt ár elskurnar. takk fyrir allt sem er.
gömul færsla - kveðja til lúna ársins sem tekið er að visna: aðför að dauða sólarinnar hefur silfurkenndan blæ grá hárin grófari húðin hrörlegri leðurkennd á köflum bútasaumur holdsins fallegur vefnaður dauðans moldarstígur kirkjugarðsins undir skósólum smám saman molnar undan moldkenndum rótum og stígurinn hverfur

intro

Mynd
vafið jökulvatn i gler sendir frá sér orku sem leggst um hjartaræturnar. úti hefst óveður og sjórinn svo óskaplega vanur slíku lætur lítið á lífinu bera en fyrir innan gluggann er litla introtelpan ofin teflonorku á meðan hún les um einsemdina. bómullarverksmiðjan á sér líf niðri við rætur jökuls og gjöfulir hnoðrarnir spinna sig í klassískan vef hvors annars.
já og í gær hitti ég loksins fyrstu manneskjuna sem hafði tekist að ná endanum á jólakveðjunni minni einungis út af sérkennilegri samsetningu á nöfnum yngsta fjölskyldumeðlimsins - en mikið óskaplega var ég glöð að heyra að þessi ágæti maður sem ég þekki nánast ekkert hefði fengið kveðjuna, var nebblega farin að halda að hún hefði bara gufað upp á gufunni...hohohoho
núna langar mig mest í klaustur ekki klaustur í sellófani nei bara að fá að vera í klaustri að lesa og sofa og biðja það meikar sens hef lesið svoldið af bókum undanfarið en hef nokkrar ólesnar hjá mér það er svo gott kannski finn ég klaustrið mitt á snæfellsnesi man alltaf selina og drauminn um hestana á snæfellsnesi og þeir umkringdu húsið líkt og lorca ætlaði að sogast inn í mig ég mæli með tveimur bókum núna: afleggjarinn og blysfarir. alveg afbragðs lesning báðar tvær. konur eru mjög sterkar skáldskaparlega um þessar mundir.
svo virðist sem ég hafi hér með óvissuna eina að leiðarljósi. líkt og sækja þarf kraft úr ljósi þá verður óvissan minn ljósberi út úr þessu skringilega ári og inn í það næsta. það er líklegast það sem ég hef haft að markmiði. losa mig undan öðru oki stefnumótunarguða framtíðar. og undir öllu vafstri í hefðum og haldi ýmis konar já þá held ég sveimér að leynist langanir í ljósleiðurum líkt og þeir liðist niður straumlitla á frá litlu fjalli.
þá er bara að þéna meira og gera það oftar jájá ljúft og gott þetta líf
vinna og veikindastand og stóra stelpan mín að fara í svæfingu og aðgerð á morgun æh mér finnst það svoldið erfitt en þetta gengur örugglega allt vel við þula horfðum á nigellu ofurmömmu að útbúa jólamat og ég fékk svima og óreiðukast en sú stutta sagði að þetta væri mamma jólasveinanna og að hún héti sko ekki nigella heldur grýla og núna væri hún að fara að gefa þeim að borða annars bara já veikindi og vinna aftur svei burt með þennan seiðing burt með alla sút já komdu bara til mín ástin mín komdu bara ég er með gervisnjó í skál
ég á svo dásamlegar stelpur tvær stelpur sem eru mér allt já ég á allan heiminn rölti portobello markaðinn í gær í fallegri birtunni og ögn kulda og núna er ég svoldið lasin að lesa góða bók las í flugvélinni og gleymdi stund og stað en er samt svoldið svona slöpp öll í varaþurrkinum og hálsinum og hausnum og fótunum þreyttu en það er allt í lagi því bráðum koma jólin og bráðum fæ ég langt frí með stelpunum mínum og þá engin vinna bara frelsandi kyrrð
en mig vantar bara kraaaaaaaaaaaaftaverk... mmmmmm
Mynd
alltaf að hugsa um hana teresu. í svefni sem vöku. líkt og hún vilji segja mér eitthvað alveg magnað með sínum vökulu augum. þarf að hengja hana upp hjá mér og spjalla við hana. allar þessar konur í kringum mig. ætti að vinna gegn djöfulsins vanmættinum sem leggur sig mitt á hrörlega brú yfir í brjálæðislega birtu. ég veit það ekki elskan. þori varla að hugsa lengur. hrædd um að eitraðar hugsanir mínar framkalli veruleikann veikan og vanmáttugan. en þá birtist hún alltaf fögur með augun sín djúpu. segir ekkert. horfir bara á mig álengdar. ég þori ekki að hugsa né biðja hana um að koma nær.
æhh mig langar stundum að vera bara ábyrgðarlaus unglingur sveimérþá og svo finnst mér ég ein þrátt fyrir orð herra lutins en þetta er auðvitað bölvað kjaftæði og væl væl væl væl langar í afmæli í kvöld búhú