Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2011
Mynd
Síðustu daga ársins berst birtan upp frá moldu. Enn er hún uppvakningur án lífs en hún getur glott framan í daginn og sagt: ég er. Hamingjan legst undir feld og felur ham sinn. Segir að hann þurfi að þorna. Hún grét svo mikið yfir bleikum skýjahnoðra og fólki sem stóð út á miðri götu að kyssast í haustinu sem leið að hún hefur verið rök síðan. En allt gengur sinn vanagang. Birtan horfir á zombie myndir og borðar konfekt, hamingjan þerrar ham sinn undir feldi. Fólk drekkur kaffi og fer út að ganga með hundinn og mætir örlögum sínum í vindhviðum við hafsbrún. Amor amor segir fleygur fuglinn og á myrkum himni bærast þær glóandi á bak við allt.

Komdu til mín...

Mynd

Nat King Cole - The Christmas Song (Chestnuts Roasting...)

Mynd
Jólaröddin!!!

The The-Kingdom Of Rain

Mynd
Það er þetta með sunnudaga og nostalgíu sko sko

Suzanne Vega - Caramel

Mynd
allt fyrir skáldskapinn elskan. allt. líka að koma nakinn fram. hvað er annað hægt en að vera nakin undir silkigrænni fortíð. skreytt blóðmiklum blómum. þetta er kærleikurinn, sagði hún. þér var gefinn kærleikur. ég hugsaði, magnað. hér er bara verið að ausa í mann kærleik og ég tók næstum því ekki eftir því. ég verð að taka betur eftir veröldinni. hún er þarna veröld ástar og visku. hún er þarna.
ef ég væri blómafræðingur þá gæti ég sagt þér hvað þessi blóm heita. ég dáist að fuglafræðingum. já þetta er einmitt tjaldbakur, hann hljómar eins og flóttamaður undir jökli. eða eitthvað. en varðandi blómin þá skortir mig orð til að segja þér allt um þetta mál um blómin í bréfinu. þau voru vafin í gamalt eldhúsbréf. á bréfinu var mynd af húsi. það var sumar og það sat einhver fugl á reykháfinum.