Síðustu daga ársins berst birtan upp frá moldu. Enn er hún uppvakningur án lífs en hún getur glott framan í daginn og sagt: ég er.
Hamingjan legst undir feld og felur ham sinn. Segir að hann þurfi að þorna. Hún grét svo mikið yfir bleikum skýjahnoðra og fólki sem stóð út á miðri götu að kyssast í haustinu sem leið að hún hefur verið rök síðan. En allt gengur sinn vanagang. Birtan horfir á zombie myndir og borðar konfekt, hamingjan þerrar ham sinn undir feldi. Fólk drekkur kaffi og fer út að ganga með hundinn og mætir örlögum sínum í vindhviðum við hafsbrún. Amor amor segir fleygur fuglinn og á myrkum himni bærast þær glóandi á bak við allt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal