Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2013

Mórberjatréð

  Mig hefur dreymt um að klífa mórberjatré frá því ég var lítil stúlka. Ég ímynda mér að ég sitji undir mórberjatré og til mín falli safarík mórber. Síðan klíf ég tréð berjablá og horfi yfir borgina. Þarna kem ég auga á kraftaverkið. Síðhærður karlmaður í hvítum kjól með blómsveig um höfuð kemur ríðandi inn í borgina á asna. Draumar fólks eru vissulega misjafnir. Minningarnar sömuleiðis sem eru hálft í hvoru endurunnar úr draumum og jafnvel martröðum. Ein minning mín er á þá leið að ég er sjö ára gömul stödd í sumarbústað í Svignaskarði með foreldrum mínum og tveimur bræðrum. Það vill svo skemmtilega til að í næsta bústað eru sjö eldhressar nunnur gestkomandi. Þær valhoppa um hlíðarnar, syngja sálma, maula mórber og hlátrasköllin glymja yfir til okkar fjölskyldunnar sem sitjum og spilum kanasta á meðan við sötrum heitt súkkulaði. Ég get ekki með nokkru móti einbeitt mér að spilamennskunni heldur er ég gjörsamlega bergnumin af hinum guðlegu verum og í guðsótta m