Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2011

Skúli Sverrisson Sería 2 Le Feu

Mynd

Ólöf Arnalds - Surrender (Official Video)

Mynd

Með öðrum - og annarra orðum...

"Með öðrum orðum; héðan sést allt; ef ekki með augunum einum þá með huganum og ef það nægir ekki þá er til ást sem gefur sýn inn í það dýpsta sem býr í einni manneskju og þar með lífinu sjálfu." (31) Úr Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson

Head up woman

Mynd
Andy Kehoe: Protector Drap tittling og trítlaði mér fram á klósett. Dáðist að litla baðkarinu. Lagaði kaffi. Fékk mér rjúkandi bolla í lavender baði. Sumir kunna nú að leika á þurran þorsta sem hefur reyndar leikið hana mig grátt undan farnar vikur. Það vætlaði örlítið vanillukaffi niður á geirvörtuna og Guð sagði mér að gott væri að mála á sér augun eftir baðferðina. Þetta væri tilvalinn dagur fyrir svarta augnmálningu. Ef ég myndi reykja eitthvað að ráði þá fengi ég mér eina More út um eldhúsgluggann. Röddin að ofan og innan sagði mér líka að fá mér vatn við öllum mögulegum lífsins þorsta. Vökvaðu allt sístemið kona vökvaðu kona. Það sagði Guð vinur minn og meistari. Svo mæli ég með Andy Kehoe.
Athyglisverð þýðing!

Solace in the Unknown

Mynd
Andy Kehoe
Mynd
þú kemur heim til þín býður gott kvöld bergmálið svarar þér kuldalega lætur sem það hafi ekki heyrt kveðju þína snýr sér undan þú kallar aftur og þitt eigið svar er reyrt um raddböndin það blæðir lítið eitt úr koki og gómi læðist lækur niður lendar sköflung tær

Lífsins þukl - nokkur orð um Svar við bréfi Helgu e. Bergsvein Birgisson

Því maður á að geta þess sem gott er þá hristi ég fram nokkur orð um þessa góðu og mjög svo vel stílfærðu bók Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson. Það er nýtt ár og í einu ljúfu matarboðinu undir tónleikahaldi litlu manneskjanna gleypti þessi saga mig í einum bita sem ég væri lítið lamb eða nýorpinn lundarungi er þráir ekkert nema að forvitnast meira um lífið fyrir utan skurnina. Ljúfsár, sniðug og falleg er hún þessi einfalda djúphugða saga með öllum sínum skemmtilegu orðum sem gera lífið stærra. Í þessari nóvellu er að finna veruleika og óveruleika í bland við hátimbraða rómantíkina sem er reykt í gegnum orðfærið eins og gert er við hana Sigríði gömlu sem tekur upp á því að drepast á níræðis aldri um hávetur. Þar sem ekki var hægt að grafa eitt né neitt í frosna moldina var tekið upp á því að leggja hana í sérsmíðaða grind yfir þverbitana í reykingarskúrnum og vel hlúð að holdinu yfir veturinn.”Ég man að ég hugsaði að þessa aðferð ætti að gera að séríslenskum útfarars

Gleðilegt glimmer ár

Mynd
Komdu - heyrði ég kallað með mjúkri og frekar lágstemmdri rödd. Komdu elskan mín. Ólíkt Orfeusi þá leit ég ekki við heldur horfði rakleiðis upp til Guðs á leið minni yfir í nýja árið. Þegar yfir var komið brutust út fagnaðarlæti og glimmeri tók að rigna úr ólíklegustu áttum. Megi árið glimmerast og glæðast í blóði okkar allra. Ást og friður.