Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2013

Madrigal

Madrigal Ég erfði dimman skóg þangað sem ég fer sjaldan. En sá dagur kemur þegar dauðir og lifendur skipta um stað. Þá fer skógurinn á hreyfingu. Við erum ekki án vonar. Alvarlegustu glæpir upp- lýsast aldrei þrátt fyrir viðleitni margra lögreglumanna. Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur. Ég erfði dimman skóg en í dag geng ég í öðrum skógi, og hann er bjartur. Allt sem lifir syngur, hlykkjast, iðar og skríður! Það er vor og loftið ákaflega sterkt. Ég hef próf úr háskóla gleymsk- unnar og er jafn tómhentur og skyrtan á þvottasnúrunni. Tomas Tranströmer
Maí er mánuðurinn minn. Birtan ágeng en falleg. Loka augunum. Opna augun. Loka þeim aftur og finn hvíta fiðrið flögra í burtu úr höfðinu. Treysti og trúi á á töfrandi rými. Segulmögnun og kveikja framin af löngun til að lifa.