Færslur

Sýnir færslur frá september, 2011

Kings Of Convenience - I'd Rather Dance With You

Mynd
ég er alltaf svo skotin í þessum

Limit To Your Love - Feist / James Blake - (Redtrack 'Unplugged' Cover)

Mynd

Eftilvill hamingja

Eftir að hún dó varð hann gripinn mikilli forvitni um hvernig þetta hefði verið fyrir hana. Ekki það að hann efaðist um ást hennar. En hann vissi að það hlyti að hafa verið einhverjir hlutir sem fóru í taugarnar á henni. Hann fór því til nánustu vin- konu hennar og spurði hana yfir hverju hún hefði kvartað. "Það er allt í lagi," varð hann að segja hvað eftir annað: "Ég tek það ekki nærri mér." Að lokum gafst vinkonan upp. "Hún sagði að þú sötraðir stundum teið þitt ef það væri mjög heitt." Jakc Gilbert, þýð. Gyrðir Elíasson

Prince "If I was your Girlfriend"

Mynd

björk: crystalline

Mynd
Ég hitti góðkunningjakonu mína eða betra væri líklegast að segja bara vinkonu í veislu um daginn. Þetta er mjög falleg og sjarmerandi kona og hún hefur alla tíð verið það. Ég hafði ekki hitt hana mánuðum saman og hún leit svo ljómandi vel út. Bjó yfir stóískri ró, fegurð, visku og já hún hafði grennst þessi lifandis ósköp. Hennar jafnvægis- og fegrunarráð voru: sofa og borða og sofa. Hún náði loksins að hvíla sig í nokkra mánuði eftir að hafa sofið illa árum saman. Hún hætti í vinnunni og um tíma var þetta það eina sem hún gerði, að sofa. Svo vaknaði hún svona aðeins til að næra sig inn á milli djúpra blunda. Með þetta í huga fór ég inn í þessa fallegu helgi. Átti guðdómlegan föstudag fram á kvöld sem innihélt flest það sem dagar eiga að bjóða upp á: ást, sköpun, fegurð, hreyfingu, vinnu, drykkju, næringu... og síðan svefn. Ég blundaði frá föstudagskveldi og til klukkan tíu á sunnudagsmorgni. Forgangsröðin hefur ekki alltaf verið sú besta eða eins og önnur góð viskuvinkona orðar það: þ