Færslur

Sýnir færslur frá október, 2007
stelpa: ég skal passa þig. þú dettur í hugann. er það ekki. mamma: hm? hvernig dettur maður í hugann? stelpa: þá dettur mar inn - í hugann. er það ekki.
Mynd
þráði þessi skriðdýr út úr fylgsnum innundir og upp innundir og út úr fylgsnum stökkva þau á mig þessi fögru skriðdýr hrella mig með ljóðum sínum og hrollvekja mig frá doða stíga með mér upp á táberg og narta þar í sigggróna sóla inn í blákalt blóðið heitan sannleika um söng um guð og kar fullt af svörtum orðum klæddum leðri reirðum raddböndum
í dag líður mér vel kannski ég raki mig undir höndum hægra megin vinstra megin aftur hægra megin og að endingu vinstra megin í þykjustinni þannig allt hægt hér í þykjustuveruleikanum örlítlll hausverkur
voðalega jólalegt þarna úti dingaling
Mynd

Josephine Baker - J'ai deux amours

Sunnudagur er góður dagur til að hlusta á hana Jósefínu.

We Float - PJ Harvey

stinghausverkur sem leiðir í gegnum auga vinstra megin var að koma af tvenns konar hjónabandsglæpum já það er ekkert grín að vera bundinn annarri manneskju á hverju horni er verið að tala um tilfinningar og tunglið í vímu sinni starstarir björtum augum á dansgólf stinghausverkur leggst á kodda góða nótt dúfurnar mínar
Auglýsing: KUNDALINI JÓGA - NÝTT NÁMSKEIÐ! Þrið kl. 8.30 og föst 12.00 (75 mín) 30. október - 21. desember Kennari: Ásta Arnardóttir www.this.is/asta Orkugefandi og umbreytandi jóga sem skapar jafnvægi í innkirtlastarfseminni og orkubúskap líkamans, eykur styrk og tengir djúpt við sköpunarkraftinn og lífsgleðina. Þegar við erum í jafnvægi eigum við auðveldara með að upplifa hamingju og heilbrigði í daglegu lífi. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er markvisst og skjótvirkt og nemendur finna fljótt umbreytingarkraft lífsorkunnar. Margir hafa á skömmum tíma fengið góðan bata á ýmsum kvillum s.s. streitu, kvíða, þunglyndi og upplifað styrk sinn og yndisleik með aukinni löngun til skapandi þátttöku í lífinu. Við erum skapandi veruleiki og allt sem við gerum eða gerum ekki hefur áhrif. Unnið er með öndun, jógastöður, möntrur, hugleiðslu og slökun. Jógaiðkun hefur í þúsundir ára hjálpað manneskjunni til að lifa innihaldsríku og hamingjusömu lífi í sátt við sjálfan sig og aðra.
það var verið að yrkja ljóð upp í tré um kynfæri og kaðall hékk niður við jörðu ég ákvað að láta sem ekkert væri eðlilegra og gekk hægum en þó öruggum skrefum fram hjá velti fyrir mér klámblaðinu á klósettinu og fann enga kemistríu á milli okkar frekar en blekkingu eða samruna og söngur um ímyndun og veruleika fótalausa fugla hauslausar raddir og rjóð kynfæri kynfæri sagði ég annars þá er fiskur í ofninum og kaka vertu heima
Mynd
já úfff þessi dagur farið að bresta í baki og úlnliðum hrörnandi gömul kona hold er mold já þessi tónlist er snilld
róttæk nægjusemi???
ég hljóp heim í þessu andskotans veðri hljóp heim í götóttum strigaskóm kannski er það slæmt fengshui að vera í götóttum strigaskóm en ég er komin úr blautum sokkunum og minn kæri bróðir reddar restinni af deginum djöfull hefur maður það nú gott þrátt fyrir andskotans veðrið með sitt reglubundna tilvistartesti teik mí jeee með kíttispaða hærra hærra hátt upp á sjónminjasafn
það er gott að hafa góðan tíma til að hugsa og lesa og vera með stelpunum sínum svo ósköp gott ég hélt tvö agnarlítil kaffiboð í dag nýbakaðar lummur með smjöri og osti eru ljúffengar viðtal við gyrði elíasson í menningarblaði fréttablaði dagsins er fallegt og vandað matarsódakaup samuel becketts meikaða uppá ísskápinn fékk fall konungs að gjöf og er þegar byrjuð að lesa, finn harm þar í aðsigi ég sakna faðmlagsins freyðivín er gott en galeiða leiðinleg held áfram að niðurhala og skordýratrúin temur mig
þandir vængir eða þannig, döh
bleyta vel í eplaediki og smyrja á mósaíkholdið plástra síðan vel yfir hafa skordýratrú og þolinmæði yfir nóttina
Og í tilefni af hinum miklu stólpum: grimmd og von, þá má ég til með að segja þér frá ást minni á því sem erfitt er að höndla en þó enn erfiðara að lifa án. Hér með lauslegri þýðingu minni á skálskaparorðum vinar míns: Ég hef elskað hana og ég hef aðeins elskað hana, og allt sem að varð vildi ég að yrði, einungis umhugað um hana, hvar sem hún var og hvar sem ég gæti hafa verið, í fjarveru, í óhamingju, í óhjákvæmileika dauðra hluta, í þörf fyrir lifandi hluti, í óráði verksins, í andlitum sem getin hafa verið af forvitni minni, í fölskum orðum mínum, í svikulum loforðum mínum, í þögn og í nóttinni, gaf ég henni allan minn styrk og hún gaf mér allan sinn styrk, svo styrkurinn er mikill, ekkert getur eytt honum, hún dæmir okkur, kannski til óumræðanlegrar óhamingju, en ef svo er, þá tek ég við þessari óhamingju og ég er óumræðanlega glaður yfir henni og við þessa hugsun segi ég eilíflega: “Komdu”, eilíflega er hún þar. Maurice Blanchot
það eru kafka dagar heima hjá mér og í þjóðleikhúsinu. gaman að því. mjá
Mynd
ohh svekkelsi. hélt ég hefði alið dóttur mína upp í góðri og gildri músík. bað hana að koma með mér á tónleika í kvöld. og henni leist heldur betur vel á það. jájájá. síðar heyrði hún að tónleikarnir væru með megasi. og þá er ekki sjens að hún ætli að fara. neibb. segir hún aftur og aftur og aftur. ég fer EKKI á megas. geeeeeerðu það vælir múttan með alls kyns mútum hægri vinstri. neibb. punktur. djöfulssss. þá bara horfir maður á laugardagslögin í staðin. döhhh. fór í kokkteilboð og út að borða í gær. ekkert í frásögu færandi en síðan rambaði ég inn á tvo bari og varð svo sorgmædd að ég bara drullaði mér heim upp úr eitt til að rífa helvítis sorgarsársaukann úr holdinu. jájá. ég er ekki ég. ég er annar. að lokum þessi skilaboð frá herra lúnitik: If you haven't had any crushing emotional experiences in the last three months you have probably been living in another Solar System.

L'ETOILE DE MER (1928) Directed By Man Ray

núna er nótt og mig langar í heitt súkkulaði með kanil
Mynd
hér gefur að líta löggilt gamalmenni dagsins:
Mynd
ég gæti hugsað mér að skreppa í hádegisbíó svona 2-3 svar í viku. það mætti auðvitað líka kosta svoldið minna. en já langar að hafa svona kvikmyndahátíð alltaf. núna er bíóstandið búið í bili. langar kannski bara að búa í annarri borg. ég veit það ekki. skreppa inn í nýjan og nýjan ramma af veruleika og dvelja í tilfinningalífi filmunnar. ég er búinn til úr skáldskap sagði hann kafka. að án skáldskapar væri hann ekki til. já en mér finnst sem við stöndum á snarbrattri brún. alltaf að passa sig að skrika ekki fótur í leðjunni eftir rigningar. pollurinn á brúninni virðist svo meinlaus.
Mynd
það myndi henta mér svo ágætlega að vaka um nætur og sofa dagana en það er víst ekkert sérlega hollt fyrir kerfið Frida Kahlo: Það sem vatnið gaf mér
var að lesa dæmalaust heilandi bók og hef séð svo dæmalaust góðar kvikmyndir í vikunni sem leið. það er sól úti og við mæðgur borðum kornflex og kaffi.
og fyrir krummaskinn og önnur children of the night: What is your sexual style? created with QuizFarm.com You scored as Violent You are violent. To you there is nothing better than a good spank. You like scratching and biting 'cause that's what people are for. Soft 75% Violent 75% Sweet 69% Shy 69% Exciting 63% Hot 63% Wet 44% Awkward 13%
Mynd
já með jesú á laugardagskveldi: What's your theological worldview? created with QuizFarm.com You scored as Classical Liberal You are a classical liberal. You are sceptical about much of the historicity of the Bible, and the most important thing Jesus has done is to set us a good moral example that we are to follow. Doctrines like the trinity and the incarnation are speculative and not really important, and in the face of science and philosophy the surest way we can be certain about God is by our inner awareness of him. Discipleship is expressed by good moral behaviour, but inward religious feeling is most important. Classical Liberal 86% Evangelical Holiness/Wesleyan 75% Emergent/Postmodern 71% Modern Liberal 64% Roman Catholic 46% Neo orthodox 43% Charismatic/Pentecostal 36% Reformed Evangelical 29% Fundamentalist 18%
þegar beðið er um merki þá birtast þau fyrr en varir. oft á hliðarlínunni. sem ég sit hérna mænandi.....
skemmtileg nýbreytni dagsins er að allir eru óskarsson: strákur óskarsson þú átt að sitja strákur óskarsson. þú mátt bara standa þegar ég líneik þula óskarsson segir. og hestur óskarsson núna átt þú að fara heim. ÓSKARSSON (nokkuð ströng í málrómi) komdu hérna. þú mátt fara bara í röðina. þetta var óvart elskan mín óskarsson (eilítið blíðari í málrómi). ég ætlaði ekki að berja þig óskarsson.
"Það er yfirvegaður andardráttur minn sem fær heiminn til að hljóða." og svona finnur þú merkinguna í deginum elskan og svona hreinsarðu skráargöt tilfinningalífsins og svona dæmirðu dólgana úr leik og svona leggurðu við hlustir og finnur slátt sem gæti verið hægt að treysta
Mynd
já ég er alltaf að stela myndum. þessi er af visual blogginu. þessi mynd sagði mér frá október. já ég veit. rúnk rúnk rúnk. og krúnk. kroppum svoldið saman í svefnlausri nótt. parkódínið virkar ekki. væri í góðu ef blókin þyrfti ekki upp á lappirnar eldsnemma. kannski get ég ekki sofið út af öllum afmæliskökunum í kroppnum. kropp kropp krúnk rúnk. jæja góða nótt.
Mynd
en ég get ekki sofið og ég kann ekki að ropa á næturna ég sendi þér samt slæðu af ropandi ragnarökum héðan frá landinu sem ekki er rop beibí bob og tár í takt við tímann þegar þú vefur henni um hárið og hylur á þér moldarsárið muntu heyra konurnar syngja: do you wanna ride inside my love
Mynd
þá er hún orðin 3ja ára litla skottan. man svo vel þessa nótt fyrir 3 árum. hún fæddist 2 mínútur í 11 um kvöldið (hm, eða var það 2 mínútur í 10...). og um nóttina sat ég með kaffibolla, langþráðan kaffibolla, spítalakaffibolla í hreiðri einu og þau sváfu í þyrniskógi. já ég sat þarna í þessu stóra rúmi í svörtum undirkjól með kaffi og nótt og þig undurfríða vera og horfði með allt umlykjandi ástinni sem vex út úr líkamanum