þá er hún orðin 3ja ára litla skottan.
man svo vel þessa nótt fyrir 3 árum. hún fæddist 2 mínútur í 11 um kvöldið (hm, eða var það 2 mínútur í 10...). og um nóttina sat ég með kaffibolla, langþráðan kaffibolla, spítalakaffibolla í hreiðri einu og þau sváfu í þyrniskógi. já ég sat þarna í þessu stóra rúmi í svörtum undirkjól með kaffi og nótt og þig undurfríða vera og horfði með allt umlykjandi ástinni sem vex út úr líkamanum

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Bækur á meðan ég hverf

Madrigal