Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2010

Bring Me Home

Mynd
Mér líst einkar vel á orð dagsins frá Lutin og ætla mér að fara eftir þeim: However you define delicious, with the Moon in Taurus touching Venus and Jupiter in Pisces feel no pain now enjoy something delicious
Mynd
hún er farin að sjóða já sjóða í stóra pottinum sínum eitthvað sem bragð er að ó nei saltupplausnir eigin svita ferðast um og fitja upp á nýjum veruleika í d-dúr smá moll og mættir þú standa skrefinu nær þá myndi ég ota að þér spjótinu stórhættulegu spjótinu sem gæti þig stungið á hol og þá já þá færi blóðið af stað og potturinn væri farinn að bullsjóða. síðan sullum við einhverju á diskinn og sjáum hvað setur...
Mynd
OVER THE NEXT COUPLE OF WEEKS WE WILL ALL BE PUTTING EFFORT INTO HEALING AN OLD WOUND. THE KEY WORD IS RESTORATION, FROM OLD FURNITURE TO FACIAL WRINKLES TO THE REPAIR OF RELATIONSHIPS. - segir herra M. Lutin
Mynd
Mánuður göngutúra og rómantískrar birtu er hafinn. Það er mikilvægt að anda niður í maga. Það er líka mjög gott að fá sér lífrænt ræktuð epli. Líka perur. Ég keypti 6 svoleiðis áðan á um 1100 krónur. Úbbs! Já og svo keypti ég þetta te bara út af nafninu og litnum. Það kostaði tæpar 700 krónur. Jebb. Svo getur verið ósköp ágætt að setja stundum á sig varalit, svona einn og einn dag. Það er ómissandi að hlusta á góða tónlist. Já umfram allt. Í vinnunni í dag hlustaði ég á Alice hans Tom Waits og það tvisvar. Samstarfskonurnar voru eitthvað mishrifnar. Held ég taki Hjaltalín með í vinnuna á morgun. Það er líka föstudagur á morgun. Það er óskaplega mikilvægt og ferlega gott að segja börnunum sínum hvað maður elski þau svakalega mikið. Uppáhalds setning dóttur minnar um þessar mundir er: Mamma ég elska þig til æviloka!