Mánuður göngutúra og rómantískrar birtu er hafinn. Það er mikilvægt að anda niður í maga. Það er líka mjög gott að fá sér lífrænt ræktuð epli. Líka perur. Ég keypti 6 svoleiðis áðan á um 1100 krónur. Úbbs! Já og svo keypti ég þetta te bara út af nafninu og litnum. Það kostaði tæpar 700 krónur. Jebb. Svo getur verið ósköp ágætt að setja stundum á sig varalit, svona einn og einn dag. Það er ómissandi að hlusta á góða tónlist. Já umfram allt. Í vinnunni í dag hlustaði ég á Alice hans Tom Waits og það tvisvar. Samstarfskonurnar voru eitthvað mishrifnar. Held ég taki Hjaltalín með í vinnuna á morgun. Það er líka föstudagur á morgun. Það er óskaplega mikilvægt og ferlega gott að segja börnunum sínum hvað maður elski þau svakalega mikið. Uppáhalds setning dóttur minnar um þessar mundir er: Mamma ég elska þig til æviloka!

Ummæli

zobbeggi sagði…
Það er gott að elska - og vera elskaður!
Fía Fender sagði…
það besta
Nafnlaus sagði…
ég mun klárlega elska þig jafnframt til æviloka.... og dætur þínar....
Fía Fender sagði…
dásamlegt
krumma sagði…
ég elska þig líka
Fía Fender sagði…
ó ástin já

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal