allt skrifstuð sem einhvern tíman hrjáði mig er horfið - líklegast for gúd
svo að unglingaljóðrænan sem bjó í skúffunum er gufuð upp. hún hefur líklegast keypt sér nýja gönguskó og farið á hálendið og sleppt skúffufagurfræðinni þar lausri eins og aska nýlátinnar (tja eða löngu látinnar). eftir stendur bara náttúra og raunveruleiki. en ég bý svo vel að því í dag að hafa marínerað kjúkling yfir nóttina sem og bakað dýrindis muffinskökur (sykur, hveiti og mjólkur lausar nota bene). þannig að sunnudagssteikin blessuð var framreidd í hádeginu og svo var arkað um í þessum djeskotans kulda og aftur heim að borða ananasmúffurnar góðu. annars leiðist mér margt og er full af gremju. þurfti bara að skrifta því hér niður á galgopans alnetið. og þá er það komið. og já það verður gott þegar þessi mánuður verður búiinn. andskoti mörgu áorkað - skulum við vona - þegar 1. apríl rennur í hlað. jájá núið bla bla bla - sama er mér.

Ummæli

krumma sagði…
núið er ofmetið
krumma sagði…
núið er ofmetið
krumma sagði…
kannski ég segi það einu sinni enn til áherslu og stigmögnunar...hvað gerðist eiginlega
Fía Fender sagði…
núið er ofmetið

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal