já og þá er það matseðill dagsins:

Morgun

Vatn og vatn

Morgunmatur:
Blandaradrykkjargrautur:
Banani, epli, kókosananasdjús, kanill, vanilludropa, hrísmjólk, haframjöl
Öllu blandað saman og drukkið í rólegheitunum nottulega

Hörfræolía, jurtir, vítamín, vatn

Te

Hádegismatur:
Orkumatardrykkur:
Lambhagasalat, spínat og nóg af því, steinselja, engifer, 2-3 lúkur frosin blönduð ber, vatn+kókosananassafi
Öllu blandað saman - og þar sem þetta var í súrara lagi (en berin eru nokkuð súr) þá bætti ég við svolítið af kanil og agavesýrópi. Látið hringsnúast nokkra stund í blandaranum og síðan drukkið hægt og rólega.

Jurtir og vatn

Síðdegis:
Flatkaka með smjöri
1 hafrakex
vatn

Kvöldmatur - snemma
Kjúklingur með grænmeti á pönnu:
Kjúklingabringur kryddaðar með karrí, maldonsalti og pipari
steiktar á miðlungshita í ólívuolíu + grænmetiskraftur út í (ég nota Rapsunel - einkar bragðgóður og án msg)

sellerírót (það sem ég kalla alltaf pastinak)
sæt kartafla
kúrbítur
sellerí
púrrulaukur
Allt saxað og sett smám saman á pönnuna með kjúklingunum ásamt vatni og jafnvel meiri grænmetiskrafti.

Allt látið malla vel á miðlungshita þar til bæði kjöt og grænmeti er meyrt.

Borðað með hráu grænmeti - brokkolí, salat, steinselja, agúrka.

Óskaplega ljúffengt og skolað niður með eðal vatni. + Jurtir

Eftirréttur:
frosin vínber!!!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal