Hér er fín basísk drykkjarsúpa:

1 agúrka (skræla og hreinsa)
1 grænt epli (skræla og hreinsa)
spínat (ca. 1/3 af poka)
steinselja
nokkur myntulauf
engifer (ein væn sneið söxuð niður)
vatn

Þessu er öllu blandað vel saman í blandara. Myntulaufin eru mjög mikilvæg hér, en þó má alls ekki vera of mikið af þeim heldur.
Svo er auðvitað hægt að sleppa eplinu - en mér finnst samt ótrúlega gott að hafa það með.

Síðan er hér jarðaberjadrykkur Þulu en hún er nokkuð gefin fyrir jarðaber sem og bleikan lit. Þetta er hollur eftir - eða milliréttur. Hægt að drekka með grænu og bleiku röri ef drykkurinn er ekki hafður of þykkur:

1 banani
ferskur ananas (1/4 ca.)
nokkur frosin jarðaber
smá jarðaberjasafi (má einnig nota t.d. epla -eða ananassafa)
smá kanil
smá agavesýróp
hrísmjólk eftir smekk (má einnig nota venjulega mjólk eða soyamjólk)

Öllu blandað mjög vel saman. Látið hringsnúast vel og lengi í blandaranum og síðan drukkið beint í fínu glasi og jafnvel með röri því hún segir það svo huggulegt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal