Matseðill dagsins með uppskriftum því líf mitt snýst um mataræði:

Morgunmatur

Vatn

Morgunhristingur:

Banani, epli, nokkur frosin jarðaber, smá kanill, smá engiferduft, haframjöl, hrísmjólk
Öllu blandað saman í blandara og drukkið af mikilli gleði

Hörfræolía, jurtir og vítamín og vatn


Hádegismatur - í seinna lagi

Græn orkusúpa:

1/2 banani, 1 epli, fullt af spínati, slatti af brokkolí, steinselja, kóríander, smá ferskt engifer, avókadó, vatn
Öllu blandað saman nema avókadói - þegar innihaldið er orðið að fallega grænum og ilmandi sjeik er avókadóinu bætt við og látið hringsnúast svolítið með. Síðan er þessu helt í stóra góða undirskál - skreytt með steinselju og borðað í rólegheitum með miklu þakklæti.

Jurtir og vatn

Síðdegis:
2 hrökk brauð með kókósolíu
1 hafrabrauðsneið með hummus
eplasafi, vatn

Síðar:
Nokkrar melónusneiðar

Enn síðar:
Blómkál

Kvöldmatur - í seinna lagi
Karríkjúklingabaunakássa:

1/2 laukur
1/2 graslaukur
3-4 hvítlauksrif
steikt saman með olíu og vatni

1 tsk kanill
2 tsk kóríanderduft
2 tsk cumminduft
1-2 tsk karrí
smá chilipiparduft
bætt út í laukinn og látið marinerast vel + bæta vatni við

1/2-1 sæt kartafla
2-3 gulrætur
1/2 blómkálshaus
saxað niður og bætt út í karrílaukinn og blandað vel saman og látið malla saman

lítil kókosmjólk
2 grænmetisteningar
vatn eftir þörf
1 dós kjúklingabaunir
öllu blandað út í og látið krauma vel í góðan tíma svona eftir smekk og svengd

bæta fersku kóríander útí í lokin og pipar fyrir þá sem vilja

borðað með fersku salati og agúrkum og vatni vatni vatni + jurtir og vítamín

Svoleiðis var þessi ágæti dagur!

Ummæli

Hel sagði…
jurtir.jurtir?
hvaða jurtir?
Fía Fender sagði…
hahah - jamm helling af jurtum, t.d. hafrar, ólívulauf, þari og fullt fleira
krumma sagði…
vá mjög þróað, geriru eitthvað annað, hér býsnast fólk yfir því að ég sjóði bankabygg fyrir vikuna en ég á nú ekkert í þetta
Fía Fender sagði…
nei ég geri ekkert annað - þetta er mitt líf

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal