Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2007
ég er farin að spila jólatónlist og hengja upp seríur. og það er nóvember. þetta hefur ekki gerst fyrr. annars er nú desember að skríða í hús. ég ætlaði að dúlla mér svo mikið með skottunum í rólegheitum en þá er ég skyndilega á haus í vinnu. fullt af vinnu bara. það hefur sína kosti svo ég þakka barasta fyrir. takk. vinna vinna vinna í tæpar tvær vikur og síðan að skjóta sér í flugvél og fá sér kampavín þetta hljómar mjög vel held ég bara. fæ samt alltaf fáránleikatilfinningu við að vera að dægurrausa þetta á þessari síðu.
best að horfa nú á góða ræmu með söndru búll eða eitthvað DJÓK snjó - typpi píka typpi uhhh neinei annars vill lutin meina eitt og annað og aðallega þetta: W E A R E N O T A L O N E as you will soon see Jjájá ég bíð bara spennt, alveg kanil mandarínu negulspennt best að lesa um losta
Á meðan verið er að leita að viðeigandi nafni á heiti ráðherra þá baksar heimilisfólkið mitt einnig við tungumálið og kannski snýst það einmitt um að vera kyn. Yngsti meðlimur klansins finnst mjög gaman að uppnefna á góðlátlegan hátt. Mamma Putti, mamma skottapotta, mamma baddamamma og eitthvað álíka eftir því hvað er veggfóðrað í hugann þann daginn. Í dag fá allir á heimilinu viðnefnið TYPPI. Ég var nokkuð lengi að átta mig á því hvað stúlkukindin væri að staglast á. Mamma typpi og Eva typpi. Eða pippi eða ippi eða pikki - hmmm. "Halló mamma typpi" var sagt mjög glaðlega við mig í dag eftir leikskóla og fannst henni þetta ekkert meira óviðeigandi en þegar ég kalla hana alltaf skottu. En einhverja hluta vegna er ég alveg ótrúlega ánægð með að hún skuli ekki kalla mig píku. Halló mamma píka. neeeeeei. En eitthvað er það nú samt skrítið að mér finnist þægilegra af tvennu illu að vera einn fagran nóvemberdag kölluð karlkynskynfæri frekar en kvenkyns. Kannski vilja pabbar frekar
jómfrúin í hádeginu var smekkfull þvílík örtröð fékk mér hina klassísku rauðsprettu cure glymur á fóninum without you with out you hamskipti í aðsigi
þú áttaðir þig á hversu brútalt lífið er jafnvel í allri sinni dýrð að öll örin á líkamanum munu ekki bera þig ofurliði heldur verða þín eina vitnastefna á brattri brún strýkur mjúkt holdið landamærin á milli þín og þín og þín aðeins þú og aftur þú ert hjá mér í mér

The Dull Flame of Desire poetry in Stalker film

sneri snéri sneri héri já ég snéri við eldhúsborðinu og sjá: gjörsamlega nýtt eldhús. meira rými. fleiri við borðið. vinnuaðstaða og jiiii mar getur bara farið að leigja út skika í eldhúsinu eða ef of margir vilja gista þá bara kommon in the kitchen babe það er nú alltaf sexí þar. húsið mitt er nebblega svakalegt ástarhreiður. hvað sem því líður þá komast sko 6 við eldhúsborðið eeeeeeða ein kona með pláss og tölvu og pappírstjáslur um allt. líka á gamla fóninum hans afa sem ég aldrei hitti. unga hamingjusama stúlkan í lopanum á tjörninni starir á hauginn og látum okkur sjá látum okkur sjá. svoldið möst kannski að græja helvítis uppvaskið þá ef það á að vera kósí. ó uppvaskari hvar hefur þú lit þínum brugðið, brástu ei undir þig betri fót og fjarlægðir tau það er þótti þanið um miðrót og aðrar döðlur og dót. en elskan, vertu ekkert að fást um munnstykkin, þau koma aftur....

What To Pass / On What To Keep - Jomi Massage

Mynd
Anselm Kiefer: Margarete, 1981
þessi dagur er innpakkaður í saumaða húðhimnu
Mynd
kær vinkona sagði að þetta væri tími sem maður gæti horft á hverja myndina á fætur annarri. já hýðishvetjandi tími. ég horfði einmitt á tvær myndir í gær. önnur var hreint ótrúlega góð - the lives of others. sagan, textinn, litirnir, augnaráðið, stemningin, allt kristallaðist í flæðandi verki sem skírskotar til áhorfenda í sögulegu og tilfinningalegu samhengi. hin myndin var hreint ótrúlega léleg - mýrin. eða öllu heldur vonbrigði. hryllilega óspennandi á allan hátt. en það er vandað til vinnu og svo sem ágætissjónvarpsmynd á þriðjudagskveldi eða svo. upphafsatriði er fallegt og sárt með barnadauða og jarðaför. síðan fer þetta bara niður á við fyrir utan leik atla rafns sem er mjög góður. þar hafið þið það. það er kaldur fallegur dagur. ég segi út með hatrið inn með ástina. jamm langar í gott kaffi. þessi uppáhellingar kaffikanna mín sem ég var svo ánægð með í október hún virkar bara ekki nógu vekjandi fyrir tilvistina í nóvember. allt fyrir ástina.
allt fyrir ástina það held ég nú við matarborðið hjá mér er bara sungið takk fyrir ástina takk fyrir matinn takk fyrir ástina takk fyrir matinn feed me baby yeahhhh jæja laugardagskvöld við tölvuna jolly cola í colorado páll óskar og ástin og allt það melabúð og vídjóleiga love me tender try me better og gleymdu fortíðinni og gleymdu að vaska upp gleymdu mér þjástbjást ekki gráta meira fáðu þér bara jollycola í colorado fastar fastar einmitt....

Allt fyrir ástina Páll Óskar Paul Oscar

heyrðu langa manga langar í súkkulaði líka sushi best að gera eitthvað í því annars er hausverkur í himnunni á milli hjarta og hólfa
rosalega líða dagarnir hratt og vikurnar já og og og
á ekki stíga á áruna mína hugsaði ég mjög rólega mjög hljótt hún heyrði ekkert í mér hugsa á á á og bara hélt áfram að stíga á og inn í áruna mína
merkilegur andskoti meistari lutin spyr mig: Gotta bug you can't get rid of? og bætir við: you´re not sick you just need love jæja já. það voru þá aldeilis fréttirnar. vill einhver meira kaffi?
ef þú veist um ágætis hótel í london þá máttu nú endilega láta mig vita..... á góðum stað, ekki allt allt allt of dýrt og eitthvað huggulegt bara en þarf ekkert að vera fansí
i don´t want you cus i´m sad and blue i just want to make love to you love to you held að nóvember sé að sigla inn í muddy fíling
El insecto De tus caderas a tus pies quiero hacer un largo viaje. Soy más pequeno que un insecto...... jájájá hann pablo sko
jæja ástin mín... þarna ertu þá þú og nóvember í fullum skrúða klædd dásamlegri dimmu jájá líst vel á ykkur bara

Billy Idol - White Wedding

heyrðu mig langar til útlandanna