sneri snéri sneri héri
já ég snéri við eldhúsborðinu
og sjá:
gjörsamlega nýtt eldhús. meira rými. fleiri við borðið. vinnuaðstaða og jiiii mar getur bara farið að leigja út skika í eldhúsinu eða ef of margir vilja gista þá bara kommon in the kitchen babe það er nú alltaf sexí þar. húsið mitt er nebblega svakalegt ástarhreiður. hvað sem því líður þá komast sko 6 við eldhúsborðið eeeeeeða ein kona með pláss og tölvu og pappírstjáslur um allt. líka á gamla fóninum hans afa sem ég aldrei hitti. unga hamingjusama stúlkan í lopanum á tjörninni starir á hauginn og látum okkur sjá látum okkur sjá. svoldið möst kannski að græja helvítis uppvaskið þá ef það á að vera kósí. ó uppvaskari hvar hefur þú lit þínum brugðið, brástu ei undir þig betri fót og fjarlægðir tau það er þótti þanið um miðrót og aðrar döðlur og dót.

en elskan, vertu ekkert að fást um munnstykkin, þau koma aftur....

Ummæli

Bíbí West sagði…
Jamm ég man sko eftir þessari stelpu við tjörnina. Meiri bóheminn, í menntaskóla og alltaf með alpahúfu. Ógeðslega sæt. Hlaut að vera að afi hennar hafi átt þennan forláta grammafón. Man eftir þér á ganginum, sá aftan á síða síða hárið og svart svarta kjólinn. Vorum að koma úr fyrsta umsjónartímanum. Algjörir krakkar. "Leikfimi beibí? Valsheimilið?" "Yess, einmitt það sem ég vildi sagt hafa!" Höfum verið samferða upp frá því. Samferða í púlinu. Tilviljun? Veit ekki. Veit bara að þú hefur verið mér algjör gæfa, kæfan þín, svo ósköp mikil og allt umlykjandi gæfa.
Fía Fender sagði…
fallega þú. ég man líka svo vel. á hlemmi. hljómar undarlega. "viltu koma heim til mín" heim til fallegu framandi stelpunnar í þingholtunum. í te. og svo gaf hún mér pils. beginning of a beautiful friendship. mæli með að byrja á gjöf. það er ávísun á gæfukæfu!
Bíbí West sagði…
ég gaf þér blómakjól góða mín, beint úr Húsinu á sléttunni! Yeah, erum við ekki bara fín framhaldsmynd af Casablanca ha? Framandi kryddlegnar og svo rómantískar að það dugar til að sökkva heilu togurunum!
Fía Fender sagði…
ég held að johnny cash sé byrjaður: burn burn burn...neinei kjóllinn kom mun síðar elskan mín skoh. það var köflótt pils.
Bíbí West sagði…
köflótt og rósótt. Hvílík sýrudýrð.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal