kær vinkona sagði að þetta væri tími sem maður gæti horft á hverja myndina á fætur annarri.
já hýðishvetjandi tími. ég horfði einmitt á tvær myndir í gær. önnur var hreint ótrúlega góð - the lives of others. sagan, textinn, litirnir, augnaráðið, stemningin, allt kristallaðist í flæðandi verki sem skírskotar til áhorfenda í sögulegu og tilfinningalegu samhengi. hin myndin var hreint ótrúlega léleg - mýrin. eða öllu heldur vonbrigði. hryllilega óspennandi á allan hátt. en það er vandað til vinnu og svo sem ágætissjónvarpsmynd á þriðjudagskveldi eða svo. upphafsatriði er fallegt og sárt með barnadauða og jarðaför. síðan fer þetta bara niður á við fyrir utan leik atla rafns sem er mjög góður.
þar hafið þið það.

það er kaldur fallegur dagur. ég segi út með hatrið inn með ástina.
jamm

langar í gott kaffi. þessi uppáhellingar kaffikanna mín sem ég var svo ánægð með í október hún virkar bara ekki nógu vekjandi fyrir tilvistina í nóvember. allt fyrir ástina.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal