Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2008
ég er að bíða eftir vorinu. ég er að bíða eftir þér. vil þú komir til mín með fögur fyrirheit. frem löngun í köldu biðskýli. hitarinn að gefa sig. gefa sig. er ég að gefa mig? ertu nokkuð að gefa þig elskan? ertu að gefast niður, upp, á ská? gef mér guð gef mér græna andagift og glitrandi töfraskóga með góðum úlfum sem góla fyrir mig heillandi næturljóð um flug frá bólgnum rörum, bólgnum hálsi, bólgnum líkama, verðbólgum og blásurum. þá hvæs ég og blæs hárinu þínu upp upp upp. lengra upp eftir elskan. elskan elskan elskan.
HALLó HALLÓ Ég og mínar yndislegu dætur erum að leita að langtíma leiguíbúð í vesturbæ, miðbæ....og svona eitthvað út fyrir þennan radíus. 101, 107, 105 Við erum frábærir leigjendur. Skilvísar, reyklausar, fagurkerar. Mjá. Annað hvort á íbúðin að vera lítil 2-3 herbergja. Eða Rúm 4-5 herbergja. Núna - eða með vorinu!

Johnny Cash - Hurt

jájájá ég fékk blóm frá litlu skottunni og sú stóra bakaði dýrindis köku fyrir múttuna svo hún yrði feitari og sætari. þær eru nú alveg bestastar. en ég er bara algjör lumma sjálf. jájá ég veit að maður á ekki að tala svona. en get nú bara ekki annað. pirruð lumma í götóttum fötum og pirruð á fasteignamarkaði og brjáluð yfir mínu eigin sjálfstæði eða hvað eða hvað. finnst eins og augun á mér séu full af hvítum fjörusandi og fjúki. mikið er heimilið fallegt. mikið er veturinn langur. mikið bærast trén hæglega í frostinu. já það er nú meira hvað ég elska að elska svona og svona. hvað gerir maður við þetta pirr. peningapirr. æi og allt hitt pirrið líka sem borgar sig ekkert að minnast á. þá fara allir að grenja og allir hætt að baka úr eggjunum sínum og hænurnar fylla húsin af gaggi og á endanum verð ég að kaupa haglabyssu til að eiga eitthvað í matinn.

Charles and Eddie

æði beibí og sunnudagur og sólin og allt. lummilumm.

Sweet Dreams

Jenny Wilson

hef verið að reyna að setja hér inn hinar dásamlegu: Martha and the Vandellas að syngja Heatwave ohhhh en það tekst ekki. Þær eru æði og ég tala nú ekki um þegar það er hiti í fólki og dansgólfið kallar....

ROCK STEADY ARETHA FRANKLIN

brot úr stuði - ég er bundinn fastur við þig

smá brot úr besta íslenska stuðlaginu

KOKO TAYLOR

The Source Ft. Candi Staton-You've Got The Love (Original)

Amy Winehouse -You Know I'm No Good

hvar er gimsteinninn i augum þinum ljufan?

"...ég elska þig svo heitt að mig sundlar og verkjar í faðmi þínum þú lætur mig finna til sektar..." já finnst þetta alltaf skemmtilegar línur, já og lagið barasta - afgan þannig að ég sit summsé við mitt ágæta eldhúsborð með sódavatnið og sæluna í kverkunum hugsa bara um saltan svita og húsverði að næturlagi og þarna sé ég þvott elskan en þegar ég bankaði á dyrnar þá dreymdi mig þig og eina alsælustund mundi ég ekkert hvar ég var og hann sagði: það er allt í lagi ef þú manst hver þú ert....

PJ Harvey - The Devil

kominn föstudagur og febrúar hálfnaður. merkilegt. langar að sjá atonement. jamm best að gera það. er hrædd um að verða fyrir vonbrigðum því allir eru svo yfir sig hrifnir af myndinni. hef ekki lesið þessa bók. ég er að lesa gósenlandið. ég er svo lengi að lesa þessa dagana. svo syngjum við mæðgur megasartexta á kvöldin fyrir svefn. vísnabókin í smá fríi sko. ég var í 3 mánuði að koma mér i það að hringja í viðgerðarmann út af nýju fínu þvottavélinni. jæja. síðan tókst mér að framkvæma þessa hringingu í pfaff og hálftíma síðar var búið að gera við vélina. eða allt að því. dísöss hvað ég er mikill kvíðakjúklingur og lömuð úr þoku á stundum. var ekki einhver að segja að sálarlíf íslendinga væri ofið úr þoku. ég eldaði þetta fína lasagna í gær. keypti bækur og föt á stelpuskotturnar. mamman fékk handáburð og appelsínu- og kanilte. this is my life babe. þetta er ágætt. allt svo rólegt í vinnunni. einhvern tíman ætlaði ég líklegast að "sigra" heiminn eða eitthvað. núna er ég rosal
jæja elskurnar. þetta kemur allt. það er mjög góð æfing fyrir fjölskyldumeðlimi að halda fund þar sem allir verða að segja eitthvað fallegt um sjálfan sig og eitthvað fallegt um hina. og allir verða að meina það sem þeir segja. þetta var alveg stórskemmtilegt. 3 ára, 12 ára og 32 ára stelpur. við erum með falleg augu. fallegt hár. góð mamma og góðar systur. góðir knúsarar. góðar að skrifa sögur. og svo erum við ótrúlega klárar og heppnar og okkur finnst margt svo skemmtilegt. sú yngsta í hópnum kom mjög á óvart í þessum ágæta leik og var alveg ótrúlega sleip í að hrósa einlæglega sjálfum sér og öðrum fyrir að vera til. miðstelpan var mjög góð í að tjá fallegar tilfinningar um aðra en þótti erfiðara að hrósa sjálfum sér. elsta stelpan breyttist í nostalgíu og gleymdi í smá stund vetri, myrkri, hálku og einhverju þarna úti sem var að draga hana niður í dæmalaust neikvæðni stuð. já þetta kemur allt. og svo er bara að muna að vera góður við svipuna þarna inni og þá breytist hún í fallega s
mikið óskaplega vælir maður í svona flensuræfli. já og áfram held ég í vælinu. en eftir að morgundöggin maríneraðist blóðslettudraumum héldum við mæðgur á blóðslettumyndina sweeny todd. tim burton hefur verið í töluverðu uppáhaldi síðustu misseri. þetta var falleg mynd. fallegur hryllingur. mikil fagurfræði á ferð hjá tim burton. þó ég sé ekki gefin fyrir söngvamyndir þá sleppur það alveg. en síðan varð flensan að vera nærð og við tókum leigubíl heim eins og prinsessur í draumlegri hríð. pöntuðum okkur síðan glás af veigum frá nings. hökkkuðum í okkur sushi og fleira gúmmulaði og mamman nærði flensuna með parkódíni og öðru ólyfjan. í dag langar mig ósköp að klæða mig úr þessum hóstahöktandiþyngslum sem umlykja.

are you local?

í heila viku hef ég steinlegið í verulega leiðinlegri flensu. fiskifluguspaðaflensu og ég rann bara marin niður eftir blautu gleri. neinei smá dramatík. en slæm flensa og ég er skárri en get þó ekki sofið fyrir einhverjum skratta. svo þung í höfðinu enn að það er erfitt að hugsa smávegis. fékk síðan martröð í nótt. alveg merkilega hryllilega. axarmorðingi í strætó og eitthvað rugl. ég var ekki að horfa á neitt slíkt í sjónvarpinu. blóðslettur framleiddar úr eigin huga. ég hef innvolsi maga míns grunaðan um þessa mar-tröð. þessa síðustu viku hef ég nefnilega varla borðað neitt af viti. og í heila 5 daga drakk ég ekkert kaffi sem er merki um að ég sé verulega lasin og ég borðaði ekkert brauð til að mynda. í gærdag lagaði ég mér svo loks kaffi sem var ósköp ágætt og í gærkvöldi tókum við mæðgur upp á því að baka pönnukökur. eftir flensudetox þá skellti ég mér beint í koffín, sykur, mjólk og hveiti. og þetta endaði auðvitað bara í blóðslettum og morði.
og nú er ég bara döpur og veit ekkert hvað ég á að gera í þessu öllu saman
og þegar ég einn daginn mun rísa upp úr þessari hryllingsflensu þá skal ég elska og njóta daga og nætur og gera eitthvað alveg stórkostlega skemmtilegt.... because it is the point of renewal and healing now
flensa liggur yfir heimilinu og woody allen maraþon því tilvalið þennan sunnudag. hef nú þegar horft á: another woman september midsummer night sex comedy og borðað steinselju

ROTTAN

já jæja. mér finnst tilveran pínulítið eins og sæla og ófrýnilega fyrirbærið á myndinni hér aðeins neðar. fetishleg blessuð tilveran. mitt blæti er líklegast merkingarlegt. og ég get ekki annað en vorkennt sjálfri mér pínulítið þessa stundina. þó þoli ég ekki sjálfsvorkunn og fæ alveg pestartilfinningu þegar ég finn fyrir blæðandi krossfara. fer síðan heim og næ í hamar og nagla í masó ástandi og negli og smíða mér bát fastan við lófana og finn svo ekki fjandans áttavitann. en ég er að hugsa um að verða rosalega mjó og heillandi já og eignast svoldið mikið meira af peningum og flytja vonandi á ránargötuna á þessu ári. heyrirðu það kæra rotta!
til hamingju. janúar er á enda. febrúar mættur. til hamingju. hins vegar er töluverður pirringur út um allt. og liðagigtin æpir á mig. allir að þverskallast hægri vinstri og kenna öðrum um. nei það er ekki rétt. nei þú. nei þú. ég ég ég. burt með þetta rugl.