ég er að bíða eftir vorinu. ég er að bíða eftir þér. vil þú komir til mín með fögur fyrirheit. frem löngun í köldu biðskýli. hitarinn að gefa sig. gefa sig. er ég að gefa mig? ertu nokkuð að gefa þig elskan? ertu að gefast niður, upp, á ská? gef mér guð gef mér græna andagift og glitrandi töfraskóga með góðum úlfum sem góla fyrir mig heillandi næturljóð um flug frá bólgnum rörum, bólgnum hálsi, bólgnum líkama, verðbólgum og blásurum. þá hvæs ég og blæs hárinu þínu upp upp upp. lengra upp eftir elskan. elskan elskan elskan.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal