Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2012
Hver er vilji persónunnar? Hvert er hún að fara, hvað er hún að gera, af hverju? Er sögumaðurinn á hennar bandi eða er valdaþorsti hans til að ríkja yfir hans dræv? Af hverju er sögumanninum í mun að segja sögu persónunnar? Hún þessi auma persóna sem raknar upp líkt og gömul lopapeysa. Raknar upp eins og eins og eins og tími hennar sé á þrotum. Er frelsi hennar algjört? Að vilja ekkert annað en að vera áður en hún leysist upp.
Ef það væri mögulegt að núllstilla. Eyða þreytunni. Þreytandi hugsunum. Vanmætti. Og fylla veruna að núi og verðandi ljósinu sem umlykur. Ef það væri hægt að opna alla glugga og öll augu sín jafnvel hjartað. Láta vindinn leika um. Andvarinn frá svölunum strýkur hálsinum létt. Ef ég stíg inn í hvítt ljósið.