Ef það væri mögulegt að núllstilla. Eyða þreytunni. Þreytandi hugsunum. Vanmætti. Og fylla veruna að núi og verðandi ljósinu sem umlykur. Ef það væri hægt að opna alla glugga og öll augu sín jafnvel hjartað. Láta vindinn leika um. Andvarinn frá svölunum strýkur hálsinum létt. Ef ég stíg inn í hvítt ljósið.

Ummæli