Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2010

"í dögun hvarf hún innum aðrar dyr"

fallegir dagar og mig órar ekki fyrir því sem gerist fyrirgefið mér feimnina ég fagna þér alveg orðlaus af ást
í nótt í nótt ég ætla að hlaupa inn í þig dögun í nótt
breytingar...

Guð gef mér gleði...

Mynd
Sumarið er komið. Það á alltaf eitthvað gerast á sumrin. Gleðin tekur völdin. Eða þú veist ég hef ákveðnar hugmyndir í kollinum um sjávarsíðu, sand, berfætlinga og frelsi. Þetta tengist allt sumrinu. En mikið ósköp er það nú gott að sumarið sé ákkúrat NÚNA. Ég ætla að fara í frí. Fljúga, dansa, lesa, skokka, synda, tala, þegja, kyssa, knúsa, hlægja - gvuuuð hlægja á að koma fyrst. Fyrst hlægja já. Ha ha ha. Guð gef mér gleði svo ég geti skemmt mér og dansað og hlegið með þér og mér og öllum hinum. Ég er að laga te. Te í hálsinn minn. Te í hjartað mitt. Te í hausinn minn. Turninn kemur í sífellu upp. Ég fagna hreinsun frá blessuðum Turninum mínum. Ég stekk út úr Turninum. Hlægjandi. hahahahah.... Ertu nokkuð að missa það? Spyr röddin í hausnum mínum. Nei rödd nei - ég er að sleppa því lausu. Hafðu það ástin mín - hafðu það.
Af gefnu tilefni læði ég hér inn lokaerindi í ljóði eftir Sigfús Daðason, Síðustu bjartsýnisljóð: Hrós á því skilið sá sem segir: "ég hef ekki ævinlega kjark til að hugsa um morgundaginn", vegsömum grandvarleik og vizku þess manns! En engu að síður: engu að síður kann hann að ganga ótrauður út í morguninn eftir þvílíka nótt.

Joan Baez - It Ain't Me, Babe (Live 1965)

care free konan fær sér care free kaffi og mun sofa sérstökum care free svefni "care blóðug free" - hvíslaði care free konan dottandi, slefandi, tannlaus ofan í kaffibollann

Gleði

Mynd
Það er komið svo mikið sumar. Fallegt og opið hjarta þetta sumar. Allt er breytt. Kannski finnurðu það og kannski ekki. Þú munt finna það á einn eða annan hátt. Það getur verið svo sársaukafullt að kveðja element í sjálfum sér. Sum hafa verið með manni nær alla tíð. Svo leggst þessi aska yfir okkur. Fínleg og áþreifanleg áminning úr forneskju. Fallega skítug eins og svo margt í okkur öllum. Tökum gufubað á þessa daga og hugsum málið. Hux hux hux .......
þetta var random mynd sem ég setti inn og hún er svo falleg og rómantísk. ég er mjög rómantísk en ég er líka óskaplega kvíðin. veit ekki hvort það sé mjög rómantískt að vera kvíðinn. birtan skapar kvíðvænlega fegurð.
Mynd