Færslur

Sýnir færslur frá september, 2008
Mynd
já hún á afmæli litla skottuskottan mín. 4 ára í dag. hún vaknaði með bros á vör. svo ánægð með tilveruna. fékk engan pakka og enga köku greyið því mamman er bara veikur aumingi með hita og hausverk. en hún er hæstánægð. við örkuðum í leikskólann og hún fór í fína kjólinn sinn og í fjólubláu loðsilkikápuna sína frá nepal og svo ullarlystana og rauðu bomsurnar. söng alla leiðina og alveg upp í falsettu sem vekur ávallt kátínu vegfarenda. ég píndi mig til þrjú í vinnunni og varð þá að skröltast heim í verkjalyf og undir sæng. jú en hafði það að kaupa kökudruslu og bleik blóm á heimleið. afmælisskottan var ótrúlega hrifin af að fá bleik blóm og bakarísdrusluköku. svo var bara kveikt á kertum og stuttu síðar varð mamman að leggja sig aftur. ég er að verða verulega þreytt á sjálfri mér í þessu ástandi. en þessi stóra 4 ára stelpa smælar bara út í eitt og finnst greinilega gott að vera 4 ára.
ég skal reyna ég lofa því að reyna eða er kannski bannað að segja það er það hálfkák og sama og dauði þú veist hálfhikák skák og mát en ef ég segi að ég reyni að gera mitt besta nei þá verður allt brjálað en ef ég segi ég ætla að gera mitt besta og að þegar ég geri mitt besta að þá er ég að reyna já þá get ég lofað því og ég lofa að hugsa ekki um bankamenn á nærbrókum með bindi á höfðinu ég lofa því að fara ekki og dingla mér með þeim og lakkrísnum ég lofa því ég lofa því og ég skal reyna að hugsa bara um pétur og úlfinn á hádegi því annars fer illa og alltaf þegar ég ætla að sýna af mér glæfraskap þá stekkur stígvélaðikötturinn fram eins og robin hood og rænir viljanum stingur honum í hægra stígvélið og vélar mig í sjóinn að leita að dauðum marglyttum
nokkur orð frá lutin: Today there is no place to run. Stay put and do what you have to do without whining or completely no matter how boring or beneath you you think it is. jájá elskan mín það er víst engin hætta á öðru
það virkar alltaf mjög illa á mig í pólitík þegar fólk fer að ata sinn pólitíska andstæðing aur í stað þess að ræða um sínar áherslur á málefnalegan hátt kannski er þetta einfalda gildran sem fallið er í, ekki skal ég svo sem segja, en fólk sem byrjar að drullumalla bíar sjálfan sig mest út. mér fannst McCain falla í þessa "einföldu gildru" í kappræðum í gær. í stað þess að fjalla um sína stefnu þá fór hann aftur og aftur að benda á Obama og reyna að tala niðrandi um hann. "Obama virðist ekki átta sig á...." sagði hann aftur og aftur og aftur. Obama gerði mun minna af þessu. jú einhverju sinni fór hann með tærnar í mallið en passaði sig yfirleitt að fjalla um sínar eigin skoðanir og stefnu út frá sjálfum sér og demókrötum en ekki út frá repúblikunum og orðum McCains. en þessar kappræður virðast reyndar meira og minna ganga út á að koma höggi á andstæðing sinn í stað þess að koma sínum málefnum á framfæri. sviðsetning og blekking. og nú er ég farin að hljóma kreisí v
uppáhaldið mitt um þessar mundir - algjört fíunammi: 1 pera 1/2 banani 1/2 grænt epli slatti af frosnum berjum (krækiberjum, bláberjum, jarðaberjum - það sem til er) 4-6 saxaðar döðlur slatti af hrísmjólk allt saxað og sett í blandara og blandað mjög vel saman - gott að láta það hringsnúast svoldið vel og vessgú beint í glösin - úr þessu færðu ca. tvö væn glös ath. að ef ekki eru notuð frosin ber þá er góð hugmynd að setja nokkra klaka í lokasnúning mmmm svalar hungri, þorsta og öðrum nautnum á skotstund!
fullt af myndum sem mig langar að sjá á riff og ég ligg í rúminu kannski helgin komi manni í betra horf

Alela Diane

hríðskelf andvaki hálsinn bólgnar meira og meira æ og ó
kaffibrúsakellingin kjagaði heim á leið djöfull er lífið gottttttt og þessir litir í náttúrunni núna þeir gera mig næstum graða ég sagði NÆSTUM engan dónaskap sko bara eintóm stilla nei ekkert stóðlíf elskan rauð ber á brúnleitum blöðum blasa hér við mér úr eldhúsglugganum gólfið mitt framleiðir bleikt ryk og ég anda barokktónum fjandi fínt líf meira kaffi takk
fyrir utan mína andans sláturgerð nýtni endurvinnslu ást og táfýlu þá er blússandi leti blakandi vængjunum yfir þessum örugga degi ég byrjaði á að laga hafragraut og kaffi setja á reggílagið: me and armini og allt eftir kúnstnarinnar reglum en bletin blú blævængjum blotnaði í kaffilepjunni sem eyðir þér upp þarna sérðu ætla heim heim heim setja á reggílagið: me and armini dásama heimilið, slátrið og bleika litinn sem fyllir í fjöldaframleiðslu týndra sálna
sipp og hoj í gærmorgun bakaði ég þetta fína brauð sem ég fiffaði upp með gamalli uppskrift: 5 dl spelt 1 dl hveiti 1/2-1 dl haframjöl 1/2 dl hörfræ salt örlítinn kanil slatti af lyftidufti um 5-6 tsk. 2 1/2 dl AB-mjólk 2 1/2 dl vatn Þurrefnum bætt vel saman. Síðan restin sett út í og lítillega hrært í. Skellt í form með bökunarpappír og í ca. 170-180° heitan ofn. Mjög gott að hafa kóríanderpestó á þetta brauð, nú eða bara hið klassíska: smjör og ost.
Mynd
þá fara þær bráðum að koma bækurnar æsandi því í öllum söxuðum trjám og bræddum heilum birtist þér að óvörum óvænt gljáandi kannski eftir að búið er að þurrka af með innri augum ein bókin sem er í rútunni á leiðinni heim heitir: sjáðu fegurð þína æsandi það skyldi þó aldrei vera...
er þetta veturinn mamma?
Jæææææja ég er komin með þessa fínu vinnuaðstöðu lítið lesherbergi með tölvu nokkrum hæðum ofar en mín eiginlega vinnuaðstaða svo er boðið upp á frítt jóga einu sinni í viku fyrri staffið maturinn er ekkert slor spurning um að segja bara upp heimaleigunni og koma með svefnpokann tjahhh ég gleymdi símanum mínum heima ef þú ert að reyna að hringja í mig elskan
yndi yndi yndi og þar með hvarf hún gremjan í hægri hæl, vinstri stórutá, öxlum og hnakkafestum
það er bölvað óyndi í mér þarf að særa burt púka sem eiga það til að setjast að
Mynd
unglingsstúlkurnar eru að hlusta á britney sexy lady you say you wanna lose control einmitttttt það var að koma úr bíó með fullt af sætum stelpum og ég nenni ekki að vaska upp elskan

First I was afraid, I was petrified...

múhahaha...
mín komst ekki á tindersticks það verður víst að hafa það það er ekki hægt að slíta sig í sundur hvað þá í marga parta en tónleikarnir sem ég sá í danmörku 1997 að mig minnir þeir lifa barasta í minninu en ég ætla enn og aftur að hafa eftir orðin hans lutins - það er einhver fjandinn á seyði seiði seyði ssssssss - alla vega í hausnum á mér: friday calming the mind a definite must from time to time because when you don't the mind jumps around clowns in your head talk circles around you so once in a while you have to send the mind through a car wash... in the meantime you can ponder where you have been since 1995 what has happened in business and personal life and where you want to go from here
Mynd
og lutin minnir þig á að: "As time goes on you'll come to under- stand that the pass- word to the new age is KAFKA."
í dag langar mig að horfa á dvd heima hjá mér.margar margar margar. hverja á fætur á annarri. borða nýju blá- og krækiberin mín og sulta svoldið og safta. en í staðin er í jú stödd í minni ágætu vinnu. hundleiðist hér í dag en læt mig hafa það. jógað fer að byrja. held ég drífi mig af stað. þetta er það eina sem hefur virkað á mig og fengið mig til að koma aftur og aftur og aftur í heil tvö ár. ótrúlegt. en síðan læddist helvítis doðinn að mér fyrir tæpu ári síðan og ég hætti skyndilega öllu. hætti að fara í jóga. hætti að hjóla. hætti að kíkja á strákana (sem er reyndar í góðu lagi - þó merki um ládeyðu). jæja. allt þetta leiðir til enn meiri doða. hmmm... þá er að taka 73 eða eitthvað. byrja aftur. og aftur. annað líf - betra líf. hringt úr skólanum og stóra skottan veik. sofnuð í sófa skólastjórans. þetta er nú fínn skóli sem hún var að byrja í. allir svo alúðlegir og skilningsríkir.
Mynd
Mynd
get ekki sofið og er á leið í berjamó eftir nokkra klukkutíma skottan segist ætla að tína bláber og svo líka rækjuber
ég verð svo tímalaus í veikindum sef í einhverja klukkutíma og vaki eitthvað sef aftur vaki sef móki fer á fætur aftur að móka hita te glápi á dvd sofna vakna kúri sef æh þetta er ágætt september já og höfuðið á mér er svo þungt rétt tollir á líkamanum langar að rúlla því niður í holu sem er full af undarlegum jurtum
smá duffy með hafragrautnum í morgunsárið og ég er komin með pest í kropp