það virkar alltaf mjög illa á mig í pólitík þegar fólk fer að ata sinn pólitíska andstæðing aur
í stað þess að ræða um sínar áherslur á málefnalegan hátt
kannski er þetta einfalda gildran sem fallið er í, ekki skal ég svo sem segja, en fólk sem byrjar að drullumalla bíar sjálfan sig mest út. mér fannst McCain falla í þessa "einföldu gildru" í kappræðum í gær. í stað þess að fjalla um sína stefnu þá fór hann aftur og aftur að benda á Obama og reyna að tala niðrandi um hann. "Obama virðist ekki átta sig á...." sagði hann aftur og aftur og aftur. Obama gerði mun minna af þessu. jú einhverju sinni fór hann með tærnar í mallið en passaði sig yfirleitt að fjalla um sínar eigin skoðanir og stefnu út frá sjálfum sér og demókrötum en ekki út frá repúblikunum og orðum McCains. en þessar kappræður virðast reyndar meira og minna ganga út á að koma höggi á andstæðing sinn í stað þess að koma sínum málefnum á framfæri. sviðsetning og blekking. og nú er ég farin að hljóma kreisí velvakandalega með hnefann í eldhúsborðið: það er allt að fara til andskotans haaaaa...

ég er fegin að hafa ekki persónulegar ambisjónir í pólitík, herre gud. meiri djöfulsins neikvæðnin sem fólk þarf að synda í. hvernig er hægt að vita lengur hvar mennskan stendur í þessari robota sýnd sem umlykur okkur. en í staðin tryllist maður alveg við eldhúsborðið í réttlátri reiði.... spýtir út úr sér kjötbollunum og rennur til í brúnu sósunni og eins gott að haglabyssan er óhlaðin því það hlaupa rándýr um göturnar í leit að blóði

jæja, ég er sko lasin í rúminu að þvarga og þrugla
kaffiþyrst og hóstandi kjelling í kúri

Ummæli

Nafnlaus sagði…
já þessi pólitík getur verið hundleiðinleg og eintóm sýndarmennska.
Bjarni bro
Fía Fender sagði…
segðu
svo liggur maður bara lasinn alla daga með tölvu upp í rúmi að þvarga

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal