Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2011
Mynd
Tvær sex ára í spurningaleik: Hvaða skáld datt niður stiga, fótbraut sig og dó? Hmm, þetta er nú svoldið erfitt. Giskaðu bara á eitthvað. Var þetta rithöfundur? Nei nei, giskaðu bara á eitthvað. Ég veit nú ekki hvað skal segja. Ok. Þetta var Jónas Hallgrímsson. Jaaaá þetta var sko einhver maður.
Mynd
Reynsla óvissunnar er alls ráðandi og við henni er einungis hægt að taka fram lítið snæri og hnýta um sig miðja og röflast upp á fjall, standa þar með lokuð augun og kalla inn í sjálfan sig og víðáttuna: komdu. Og vertu einnig hjartanlega velkomin ofan af fjallinu, upp úr lautinni, blautri moldinni, köldum söltum sjó... Andy Kehoe: A Welcome to Coming Days
Mynd
Það er gott að rísa upp og setja jazz á fóninn fá sér kaffi og kirsuberjalögg.
marglaga egg mæna hver hryggjarliður upp eftir inn undir blóð hvíslast um vatnaland skóga bergfléttur sem þú tekur upp blæst í blíðlega. óttinn hefur bugað beyglað margbætt ísaumaðan vöðva sem veiðir fisk og býr til ljós úr sálmum. í holum trjábol ferðast eggvopn um til að rispa upp æðar og sprauta í svarta sorg. veggfóðraðir lúðrar á veggjum væta mig. frá þeim berst taktföst þögn úr fjarska og egg mitt er þrætt á bergmál. dýpsta gleði og sorgin þunga. ástarvinurinn minn.

Gleði gleði gleði sumar

Skynjun á heiminum og okkur sjálfum í þessum heimi gerir okkur víst að manneskjum. Þar er sköpunin, í skynjunni á öllu havaríinu. Dagurinn i dag er örugglega einn mikilvægasti dagurinn skynjunarlega séð fyrir þessa litlu þjóð sem er einangraðri en hana grunar þrátt fyrir allt tal um glóbaltengingar og heimsþorp. Hver þjóð er svo afmörkuð í sínu litla húsi og girðingunni umhverfis húsið og þegar langt er yfir í næsta hús þá verður skynjun af þessum heimi háð vegalengdinni að limgerðinu. Sumardagurinn fyrsti er ávallt tímamót í huga og hjarta hvað sem líður veðri og öðru vafasömu til leiðsagnar. Treystu bara á þína innri rödd og allt fer vel.

Stevie Wonder - Another Star

Mynd
Dönsum elskan.....