Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2013

Lest á leið til stjarna

Jú mikið rétt það eru janúarlok, fyrsti mánuðurinn af tólf   í spánýrri hringekju lífsins er á enda. Mánuðurinn þegar hjartað   opnast og langanir ólmast um í brjóstinu. Hin óstjórnlega villta hvöt til verðandinnar. Tjah, kannski ekki alveg. Langanir eru þó ofarlega í huga fólks í upphafi árs. Okkur er sagt í janúar að þráin skuli beinast að líkamsþyngd og að í þetta sinn munum við komast í hið eina sanna líkamsform. Og að sjálfsögðu langar okkur það, nema hvað. Okkur langar einnig að fljúga loftbelg, ekki satt. Jafnvel að skíða um Suðurpólinn eins og garpurinn hún Vilborg Arna. Það gæti jafnvel verið að okkur langi að aka sporvagni ein að nóttu til eins og Palli nokkur gerði, sem var einn í heiminum. Kona í Svíþjóð steig einmitt út úr draumnum hans Palla nú fyrr í janúar og lét langanir sínar verða að veruleika. Hún var að þrífa lestina enn eina nóttina, andskotinn hafi það. Janúarmyrkrið vafði sig um lestarskrokkinn, konan fleygði frá sér moppunni og   fór að