Færslur

Sýnir færslur frá 2011
Mynd
Síðustu daga ársins berst birtan upp frá moldu. Enn er hún uppvakningur án lífs en hún getur glott framan í daginn og sagt: ég er. Hamingjan legst undir feld og felur ham sinn. Segir að hann þurfi að þorna. Hún grét svo mikið yfir bleikum skýjahnoðra og fólki sem stóð út á miðri götu að kyssast í haustinu sem leið að hún hefur verið rök síðan. En allt gengur sinn vanagang. Birtan horfir á zombie myndir og borðar konfekt, hamingjan þerrar ham sinn undir feldi. Fólk drekkur kaffi og fer út að ganga með hundinn og mætir örlögum sínum í vindhviðum við hafsbrún. Amor amor segir fleygur fuglinn og á myrkum himni bærast þær glóandi á bak við allt.

Komdu til mín...

Mynd

Nat King Cole - The Christmas Song (Chestnuts Roasting...)

Mynd
Jólaröddin!!!

The The-Kingdom Of Rain

Mynd
Það er þetta með sunnudaga og nostalgíu sko sko

Suzanne Vega - Caramel

Mynd
allt fyrir skáldskapinn elskan. allt. líka að koma nakinn fram. hvað er annað hægt en að vera nakin undir silkigrænni fortíð. skreytt blóðmiklum blómum. þetta er kærleikurinn, sagði hún. þér var gefinn kærleikur. ég hugsaði, magnað. hér er bara verið að ausa í mann kærleik og ég tók næstum því ekki eftir því. ég verð að taka betur eftir veröldinni. hún er þarna veröld ástar og visku. hún er þarna.
ef ég væri blómafræðingur þá gæti ég sagt þér hvað þessi blóm heita. ég dáist að fuglafræðingum. já þetta er einmitt tjaldbakur, hann hljómar eins og flóttamaður undir jökli. eða eitthvað. en varðandi blómin þá skortir mig orð til að segja þér allt um þetta mál um blómin í bréfinu. þau voru vafin í gamalt eldhúsbréf. á bréfinu var mynd af húsi. það var sumar og það sat einhver fugl á reykháfinum.

Guðbergur Bergsson um flamenco

Mynd

Come into my Sleep - Nick Cave & the Bad Seeds

Mynd

Joan Baez Babe I`m Gonna Leave You

Mynd
Og fleiri angurværar kveðjur...

To Be By Your Side - Nick Cave

Mynd
Fallegt lag og texti við fallega mynd á þessum ágæta sunnudegi í nóvember

Minn Heima - Rimur

Mynd
Get ekki get ekki get ekki ímynda ég mér að bein Samuels Becketts skrifi á innanvert kistulokið ofan í franskri mold. Get ekki hætt get ekki haldið áfram get ekki . Andardrátturinn óþarfur. Aðeins krafsandi hringl í beinum.

Moloko - Take My Hand

Mynd

bræddar sálir bragðast betur

gangstéttirnar mættu alveg vera fullar af glóðuðum steinum ég myndi bara spígspora yfir eldinn og láta sem ekkert væri brenna upp leðrið á jörkunum og góla við fulla tunglið áður en ég breyttist í úlf eða andskotann sjálfan guð verður ekkert hræddur engin blóm til að tína í vönd enga vitleysu enga vitleysu kantskorinn tilverurétturinn hefur ákveðið að láta fólk ganga í gegnum hreinsunareldinn fyrir dauðann komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki til neins að bíða dauðans notum nóttina notum lífið njálgurinn kemur og fer kemur og fer engin brunalykt allt í gamni gert smá eldur reykur bruni hvaða hvaða hættu þessari dramatík segir tilverurétturinn be a woman

Kings Of Convenience - I'd Rather Dance With You

Mynd
ég er alltaf svo skotin í þessum

Limit To Your Love - Feist / James Blake - (Redtrack 'Unplugged' Cover)

Mynd

Eftilvill hamingja

Eftir að hún dó varð hann gripinn mikilli forvitni um hvernig þetta hefði verið fyrir hana. Ekki það að hann efaðist um ást hennar. En hann vissi að það hlyti að hafa verið einhverjir hlutir sem fóru í taugarnar á henni. Hann fór því til nánustu vin- konu hennar og spurði hana yfir hverju hún hefði kvartað. "Það er allt í lagi," varð hann að segja hvað eftir annað: "Ég tek það ekki nærri mér." Að lokum gafst vinkonan upp. "Hún sagði að þú sötraðir stundum teið þitt ef það væri mjög heitt." Jakc Gilbert, þýð. Gyrðir Elíasson

Prince "If I was your Girlfriend"

Mynd

björk: crystalline

Mynd
Ég hitti góðkunningjakonu mína eða betra væri líklegast að segja bara vinkonu í veislu um daginn. Þetta er mjög falleg og sjarmerandi kona og hún hefur alla tíð verið það. Ég hafði ekki hitt hana mánuðum saman og hún leit svo ljómandi vel út. Bjó yfir stóískri ró, fegurð, visku og já hún hafði grennst þessi lifandis ósköp. Hennar jafnvægis- og fegrunarráð voru: sofa og borða og sofa. Hún náði loksins að hvíla sig í nokkra mánuði eftir að hafa sofið illa árum saman. Hún hætti í vinnunni og um tíma var þetta það eina sem hún gerði, að sofa. Svo vaknaði hún svona aðeins til að næra sig inn á milli djúpra blunda. Með þetta í huga fór ég inn í þessa fallegu helgi. Átti guðdómlegan föstudag fram á kvöld sem innihélt flest það sem dagar eiga að bjóða upp á: ást, sköpun, fegurð, hreyfingu, vinnu, drykkju, næringu... og síðan svefn. Ég blundaði frá föstudagskveldi og til klukkan tíu á sunnudagsmorgni. Forgangsröðin hefur ekki alltaf verið sú besta eða eins og önnur góð viskuvinkona orðar það: þ
Fullkomnunarárátta er af hinu illa segir í grein sem ég var að lesa. Ég tek undir þessa fullyrðingu: "Perfectionism is a mean, frozen form of idealism, while messes are the artist´s true friend." Það er nú stolið úr mér hver höfundurinn er en það gildir einu. Fullkomnunarárátta hefur ólíkar birtingarmyndir. Þessi týpíski úlfur í sauðagæru. Þykist vera fegurðin sjálf en er ekkert nema illgjörn froðufellandi veira. Þá hef ég komið þessu á framfæri elskurnar. Ég er með gigtarverki en bjartsýn sem er fyrir öllu. Kaffið er komið í krúsina og kúlið liggur í mjöðmunum að þessu sinni.
Nokkur orð frá honum Michael Lutin um múdið í úniversinu og okkur sjálfum þessa dagana: Finding stability in the midst of a passive sea. That's the New Moon in Virgo with Jupiter in Taurus and Pluto in Capricorn You get up on your two feet look around survey the damage check your assets and go on building for the future repairing breaks plugging leaks making new what was getting old and putting your shoulder to a car and lifting it to free someone trapped beneath it. It's the return to the diet you cheated on catching up on everything you avoided handling. Sound boring? Not at all. This is the restorative moment that lets you know you are alive When you're in Virgo mood, you're in no mood to fool around. And you don't let other people mess around either. You're the nun flicking the lights at a Catholic school dance, making sure couples don't dance too close. It's not that you can't have fun. it's just that

Jimmy Cliff - You Can Get It If You Really Want

Mynd
Það held ég nú...

Nostalgía í brotsjó

Mynd
Bókabúðir, bókasöfn og kirkjugarðar eru mínir uppáhaldsstaðir í borgum og bæjum heimsins.(Já svona reyndu að halda andlitinu). Helstu minningar mínar úr æsku eru úr þessu ágæta þríeyki. Sér í lagi er það bókabúðin Iðunn sem staðsett var á horni Öldugötu og Bræðraborgarstígar, Bókasafn Seltjarnarness sem þá var í tónlistarskólanum sem nú telst til heilsugæslunnar, Hólavallakirkjugarður sem hefur til allrar hamingju ekki fengið á sig neina nútíma ásýnd. Að síðustu vil ég nefna kofa úti í Suðurnesi sem telst víst hvorki til bókageymslu né greftrunarstaðar en virðist þó tengjast heimkynnum bóka og dauða á mystískan hátt í gegnum stríð, strandir og sjó með útsýni bæði til Gróttu og Guðs. Reyndar er þessi ágæti kofi orðinn að golfvelli sem passar ekki alveg inn í þessa rómantísku morbid hugmynd um æsku mína sem ég er að reyna að setja hér fram af veikum mætti. Engu að síður eru þessir staðir greyptir í vitund mína (hvað sem sjálfstæðismönnum og gangandi golfíþróttinni líður) og ef ég vakna
Óskaplega sem það er erfitt að skrifa nokkurn skapaðan hlut hér eða annars staðar. Orðin verða að einhverju gumsi í þreyttu höfðinu sem neitar að taka á sig skapnað, hvorki fallegan né ljótan eða eitthvað annað. Man ekki fleiri lýsingarorð. Orð. Ekki segja neitt. Biddu frekar um hvíta strönd fjarri mannabyggðum. Eða bara skúr í stórborg. Bjúgtöflur og tannkrem. Áttu gullriste? Haaa hvað er það? Ég veit það ekki en örugglega eitthvað rosalega vatnslosandi. Nú!? (Vá hvað þetta orð "vatnslosandi" getur gert mann brjálaðan) Nei ég meina þetta er drykkur sem fær gullið í sál og holdi til að rísa. Neeeeei kannast heldur ekki við það sko en á hérna hins vegar mjög góðar náttúrlegar sápur. Okei ég fæ þá bara sápu í staðin. Haltu kjafti hvað kellingin þarf að fá sér bjúgur og uppstúf maður. Þrátt fyrir allt þá er sólin falleg. Blessuð sólin já. Og fallegasti dagur ársins var laugardagurinn 6. ágúst. Töfrandi stöff. Góða nótt.

Can Our Love [Tindersticks]

Mynd
Falleg myndataka...

Júlí

Mynd
Ásta Sig urðar dóttir fær sér ber brjósta smók og nakið fólk liggur á eilífðarströndinni eins og krabbar í landlegu. Á hálendinu er foss. Þú getur baðað þig í honum. Farðu bara úr öllum fötunum og skelltu þér undir köldu sturtuna. Það sér þig enginn nema Guð og gleraugun. En ég fer hins vegar í bað. Í baðkarinu mínu eru lavenderblöð sem minna mig á hassdrottningu í Kaupmannahöfn. Hún var leikkona með rauðan varalit og átti marga elskhuga. Þegar ég flutti inn í risið hennar á Brigadevej ilmaði rúmið af lavendergrasi og lífi í tuskum. Kötturinn skeit og allt það og jú enn er ég í sætu risi og kötturinn er farinn að skíta úti. Það má þakka fyrir það. Ég ætla að vera í fötunum og þætti gott að komast inn í flugvél og burt af þessari eyju. Ég kyssi stelpurnar á hægri vanga og á vinstri vanga. Hugsa um Guð og Happdrætti Háskólans. Þarf að fá mér hristan Martini : "Læknarnir við háskólann í Ontario fundu út að hristur Martini gagnist betur en hrærður til þess að gera vetnisperoxíða óvirk

James Blake - The Wilhelm Scream

Mynd
Mynd
Talaði við öskuna í morgun og fann limina bærast í duftinu. Það hringlaði í hlekkjum um úlnlið og sköflung. Úr loftinu hékk órói úr gulum lyklum og í næstu íbúð var verið að hlusta á Aerosmith. Askan hefur hvíslandi rödd og selur mér sælu fyrir blóðdropa. Einn dropi á dag - syngur hún til mín sínar hvíslandi serenöður. Einn dropi á dag... Andy Kehoe: Songs of the Dead

Heavy sentences by Joseph Epstein - The New Criterion

Heavy sentences by Joseph Epstein - The New Criterion

Leonard Cohen - bοοκ of longing

Mynd

Leonard Cohen - A Thousand kisses deep

Mynd
Mjög skyndilega sameinaðist þema dagsins í Kanada. Vegurinn lá til Kanada þar sem hættulegir birnir búa og stórkostlegir elskhugar. Stúdentarnir voru frá Kanada og það barst bréf yfir hafið frá Kanada. Litla stúlkan í útvarpinu var á skipi sem sigldi alla leið til Kanada. Ég fæ mér Canada dry í tilefni dagsins og steiki fisk í raspi. Svoldið rotin í hausnum og hjartað í formalínskrukkunni er farið að spíra á svo óþægilegan hátt. Rætur sem leita hringinn í kringum vöðvann og upp úr formalíninu. Þær þrengja að. Kannski langar þeim alla leið til Kanada. En sjálf veiti ég fiskinum á steikarpönnunni alúðlega athygli. Það er gott að hafa Kanada staðsett á litlum punkti á stærð við augntóft í útvarpinu fjarri fiskinum á pönnunni minni. Held þetta sé þorskur.

Billie Holiday - Love Me Or Leave Me

Mynd
Mynd
Mynd
Konan hefur ákveðið að taka gleði sína á ný þrátt fyrir að kunna ekki að sjarmera manneskjur nema með fúkyrðum. Hún hefur ákveðið að gefa skít í allt nema ástina og vináttuna og guð og skella sér bara í sumarfrí. Kaupa sér kjól og kampavín og eiga dásamlegar vikur framundan. Hún mun skafa af sér volæði og velling og æða á tónleika og í plokkunartrans stúta öllum streitubaugum heims síns og la di da útskrifast og hitta alla sem hún elskar svo mikið. Hún er þegar farin að iða í öllu sínu fagra skinni við tilhuxhuxhuxunina.... Ron Hamad: Here, 2011
Í dag langar mig svoldið að hverfa. Stundum vakna ég með þessa tilfinningu og það er svo magnað að hverfistilfinningin spyr ekkert hvaða dagur er. Hún bara mætir og hugsar allt í hvarf. Ég nota þakklæti sem vopn á hana og það kemur nú fyrir að það dugar svona langleiðina þá fer hún sjálf í hvarf eða lætur í það minnsta lítið fyrir sér fara. Í dag væri kjörið að fara í kirkju eða á myndlistarsýningu. Beita hverfistilfinningunni óvæntum brögðum. Hún er hávær og lætur illa, berst um á hæl og hnakka fjandakornið. En svo man ég eftir því að maður á víst ekkert að berjast við hvarfið frekar en ástina eða jafnvel óttann. Viðurkenna og taka í taumana. Ganga inn í hvarfið og skoða mig um, laga te eða baka jólaköku í hvarfinu. Hverf ég þá eða breytist tilfinningin í andhverfu sína. Ég strýk melankólíunni um feld sinn og segi henni að þrátt fyrir allt sé hún falleg á sinn dapurlega hátt.

Dream On

Mynd
juuuminn ég var alveg búin að gleyma þessu lagi....
Mynd
Heyrst hefur að Mahler sé aðalgæinn í dag. Fólk er annað hvort að koma af eða á leið á Mahler. Þetta er engin lýgi. Strangheiðarleg kona eins og ég segi alltaf sannleikann. Fjórða sinfónían var víst alveg helvíti mergjuð með flausturslegum ákafa í nýlegum flutningi aðal hljómsveit bæjarins. Fólkið klappaði og klappaði og þorði ekki á klósettið til að missa ekki af því að sjá uppvakninginn en það var búið að lofa að sjálfur Gústi kallinn yrði særður upp og kæmi fljúgandi úr duftinu eins og eldspúandi dreki um Eldborgina. Ég var ekki á staðnum því ég var auðvitað heima með eyrnarbólgu í vinstra eyra að hlusta á Mahler. Að sjálfsögðu.

Curtis Mayfield - Move On Up

Mynd

David Bowie - Ashes To Ashes

Mynd
Mynd
Mynd

Kaffipása

Moldug hnén eftir allt bænastandið báru þess merki að sambandið við jörðina væri traust og stöðugt. Í moldinni fann hún fyrir Guði og treysti því að þar á meðal maðka og brátt vaxandi jurta fyndi hún tenginguna og svörin sem fóru fram hjá svona yfirleitt. Máfarnir sveimuðu yfir henni og hlógu sínum hrossahlátri á meðan hún krafsaði með nöguðum nöglum í moldina. Eftir krafsandi moldarklukkutíma var komin djúp hola í jörðina. Þar lá lítið látið lamb. Dvergvaxið og dularfullt í holu. Það var kjörið að skríða upp úr gröfinni eftir átökin, taka upp kaffibrúsa og nestisbox og narta í brauðsneið á brúninni með lambið undir fótum sér og máfana sveimandi svanga yfir.

Ray LaMontagne - Let It Be Me

Mynd

Crazy (Gnarls Barkley Cover) - Ray Lamontagne

Mynd
Lúv it!
Mynd
Tvær sex ára í spurningaleik: Hvaða skáld datt niður stiga, fótbraut sig og dó? Hmm, þetta er nú svoldið erfitt. Giskaðu bara á eitthvað. Var þetta rithöfundur? Nei nei, giskaðu bara á eitthvað. Ég veit nú ekki hvað skal segja. Ok. Þetta var Jónas Hallgrímsson. Jaaaá þetta var sko einhver maður.
Mynd
Reynsla óvissunnar er alls ráðandi og við henni er einungis hægt að taka fram lítið snæri og hnýta um sig miðja og röflast upp á fjall, standa þar með lokuð augun og kalla inn í sjálfan sig og víðáttuna: komdu. Og vertu einnig hjartanlega velkomin ofan af fjallinu, upp úr lautinni, blautri moldinni, köldum söltum sjó... Andy Kehoe: A Welcome to Coming Days
Mynd
Það er gott að rísa upp og setja jazz á fóninn fá sér kaffi og kirsuberjalögg.
marglaga egg mæna hver hryggjarliður upp eftir inn undir blóð hvíslast um vatnaland skóga bergfléttur sem þú tekur upp blæst í blíðlega. óttinn hefur bugað beyglað margbætt ísaumaðan vöðva sem veiðir fisk og býr til ljós úr sálmum. í holum trjábol ferðast eggvopn um til að rispa upp æðar og sprauta í svarta sorg. veggfóðraðir lúðrar á veggjum væta mig. frá þeim berst taktföst þögn úr fjarska og egg mitt er þrætt á bergmál. dýpsta gleði og sorgin þunga. ástarvinurinn minn.

Gleði gleði gleði sumar

Skynjun á heiminum og okkur sjálfum í þessum heimi gerir okkur víst að manneskjum. Þar er sköpunin, í skynjunni á öllu havaríinu. Dagurinn i dag er örugglega einn mikilvægasti dagurinn skynjunarlega séð fyrir þessa litlu þjóð sem er einangraðri en hana grunar þrátt fyrir allt tal um glóbaltengingar og heimsþorp. Hver þjóð er svo afmörkuð í sínu litla húsi og girðingunni umhverfis húsið og þegar langt er yfir í næsta hús þá verður skynjun af þessum heimi háð vegalengdinni að limgerðinu. Sumardagurinn fyrsti er ávallt tímamót í huga og hjarta hvað sem líður veðri og öðru vafasömu til leiðsagnar. Treystu bara á þína innri rödd og allt fer vel.

Stevie Wonder - Another Star

Mynd
Dönsum elskan.....

PJ Harvey - The Glorious Land HD

Mynd
Dásamleg!

Amy Winehouse - Stronger Than Me

Mynd

Vorið er að koma...

Mynd

sjávargróður

Mynd
Upp úr snjóskafli uxu rætur og úr rótunum rann safaríkt blóð sem streymdi til sjávar dag eftir dag allan veturinn. Blómin í sjónum verða falleg þetta kalda vor. Jefferson Hayman: By the board, 2008.

Tómataást

Mynd
Orðrétt haft eftir Líneik Þulu Jónsdóttur lífskúnstner: "Þeir sem elska tómata þeir eru laglegir söngvarar."

Meiri Rod beibí...

Mynd

Konan er nú alltaf svoldið svag fyrir honum Rod...

Mynd

skordýraeitur á himni

Mynd
sandstrókur og slæðusléttur framundan með uppáhellingu við höndina drep mig aftur með samfélagsflugusuði og flugnaspaði sléttunnar brotnar í spað af tilhugsuninni einni saman einni saman umfram allt saman sagði kallinn og lagðist í grænt grasið ímynduðu landi stjörnubjartra nátta lokar augunum og sér naktar konur dansa í kringum myndarlegt lauflaust tré samuel beckett hefði átt að sjá þetta hugsar hann þá hefði hann grátið og búið til fleiri rósir í eyðimörk skordýraeitrið lifir í þér

James Blake - Limit To Your Love

Mynd
skipin sigla undir brúna undir brúna undir brúna allan daginn

Skúli Sverrisson Sería 2 Le Feu

Mynd

Ólöf Arnalds - Surrender (Official Video)

Mynd

Með öðrum - og annarra orðum...

"Með öðrum orðum; héðan sést allt; ef ekki með augunum einum þá með huganum og ef það nægir ekki þá er til ást sem gefur sýn inn í það dýpsta sem býr í einni manneskju og þar með lífinu sjálfu." (31) Úr Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson

Head up woman

Mynd
Andy Kehoe: Protector Drap tittling og trítlaði mér fram á klósett. Dáðist að litla baðkarinu. Lagaði kaffi. Fékk mér rjúkandi bolla í lavender baði. Sumir kunna nú að leika á þurran þorsta sem hefur reyndar leikið hana mig grátt undan farnar vikur. Það vætlaði örlítið vanillukaffi niður á geirvörtuna og Guð sagði mér að gott væri að mála á sér augun eftir baðferðina. Þetta væri tilvalinn dagur fyrir svarta augnmálningu. Ef ég myndi reykja eitthvað að ráði þá fengi ég mér eina More út um eldhúsgluggann. Röddin að ofan og innan sagði mér líka að fá mér vatn við öllum mögulegum lífsins þorsta. Vökvaðu allt sístemið kona vökvaðu kona. Það sagði Guð vinur minn og meistari. Svo mæli ég með Andy Kehoe.
Athyglisverð þýðing!

Solace in the Unknown

Mynd
Andy Kehoe
Mynd
þú kemur heim til þín býður gott kvöld bergmálið svarar þér kuldalega lætur sem það hafi ekki heyrt kveðju þína snýr sér undan þú kallar aftur og þitt eigið svar er reyrt um raddböndin það blæðir lítið eitt úr koki og gómi læðist lækur niður lendar sköflung tær

Lífsins þukl - nokkur orð um Svar við bréfi Helgu e. Bergsvein Birgisson

Því maður á að geta þess sem gott er þá hristi ég fram nokkur orð um þessa góðu og mjög svo vel stílfærðu bók Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson. Það er nýtt ár og í einu ljúfu matarboðinu undir tónleikahaldi litlu manneskjanna gleypti þessi saga mig í einum bita sem ég væri lítið lamb eða nýorpinn lundarungi er þráir ekkert nema að forvitnast meira um lífið fyrir utan skurnina. Ljúfsár, sniðug og falleg er hún þessi einfalda djúphugða saga með öllum sínum skemmtilegu orðum sem gera lífið stærra. Í þessari nóvellu er að finna veruleika og óveruleika í bland við hátimbraða rómantíkina sem er reykt í gegnum orðfærið eins og gert er við hana Sigríði gömlu sem tekur upp á því að drepast á níræðis aldri um hávetur. Þar sem ekki var hægt að grafa eitt né neitt í frosna moldina var tekið upp á því að leggja hana í sérsmíðaða grind yfir þverbitana í reykingarskúrnum og vel hlúð að holdinu yfir veturinn.”Ég man að ég hugsaði að þessa aðferð ætti að gera að séríslenskum útfarars

Gleðilegt glimmer ár

Mynd
Komdu - heyrði ég kallað með mjúkri og frekar lágstemmdri rödd. Komdu elskan mín. Ólíkt Orfeusi þá leit ég ekki við heldur horfði rakleiðis upp til Guðs á leið minni yfir í nýja árið. Þegar yfir var komið brutust út fagnaðarlæti og glimmeri tók að rigna úr ólíklegustu áttum. Megi árið glimmerast og glæðast í blóði okkar allra. Ást og friður.