Júlí


Ásta
Sig
urðar
dóttir
fær
sér
ber
brjósta
smók
og
nakið
fólk
liggur
á eilífðarströndinni eins og krabbar í landlegu. Á hálendinu er foss. Þú getur baðað þig í honum. Farðu bara úr öllum fötunum og skelltu þér undir köldu sturtuna. Það sér þig enginn nema Guð og gleraugun. En ég fer hins vegar í bað. Í baðkarinu mínu eru lavenderblöð sem minna mig á hassdrottningu í Kaupmannahöfn. Hún var leikkona með rauðan varalit og átti marga elskhuga. Þegar ég flutti inn í risið hennar á Brigadevej ilmaði rúmið af lavendergrasi og lífi í tuskum. Kötturinn skeit og allt það og jú enn er ég í sætu risi og kötturinn er farinn að skíta úti. Það má þakka fyrir það. Ég ætla að vera í fötunum og þætti gott að komast inn í flugvél og burt af þessari eyju. Ég kyssi stelpurnar á hægri vanga og á vinstri vanga. Hugsa um Guð og Happdrætti Háskólans. Þarf að fá mér hristan Martini:

"Læknarnir við háskólann í Ontario fundu út að hristur Martini gagnist betur en hrærður til þess að gera vetnisperoxíða óvirka sem eykur andoxunaráhrif drykkjarins. Þetta eru einmitt þau jákvæðu áhrif sem menn hafa verið að finna út að áfengi geti haft á hjarta- og æðakerfið. Hristur Martini er því líklegri en hrærður til þess að draga úr líkum á því að neytandinn deyi úr hjartaslagi eða æðasjúkdómum."

Ummæli

krumma sagði…
einn hristann takk! together!
krumma sagði…
og flugvél!
Fía Fender sagði…
ó já

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal