Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2013

Ill tunga þjóðerniskenndar

Oft finnst mér allt vera að fara til andskotans. Ég viðurkenni það hér með. Samt hef ég séð dansandi norðurljós á himni. En þrátt fyrir slíka fegurð þá er ég hrædd um að ekki einungis litla eyjan í norðri sé að fara eitthvað enn norðar og síðan niður með fljótinu sem skolar öllu burt heldur einnig heimurinn allur.        Nýnasistaflokkar hafa verið að færast í aukana síðustu árin. Sér í lagi eftir fjármálakreppuna 2008 þá virðast slíkar ómannúðlegar öfgastefnur vera að blása eitruðu lofti sínu í segl víða um Evrópu. Grundvöllur nasismans lá upphaflega í ótta og neyð fólks sem Hitler nýtti sér eftir fyrri heimsstyrjöld. Hann var síðan lýðræðislega kosinn 1932, en var hins vegar fljótur að afnema lýðræði eftir að hann komst til valda. Það væri vissulega óskandi að þegar þau Adolf Hitler og Eva Braun hurfu endanlega niður í neðanjarðarbyrgi sitt í Berlín þann 30. apríl   1945 þá hefði um leið horfið sú alræðishugmyndafræði sem Hitler hafði haldið á lofti og notað til