Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2006
Sjálfsmynd Sjö fingur á kistuloki tennur grafnar á afviknum stað fuglsvængir negldir á liðamót ég tel augnhár mín í herberginu sem þú fæddist í ekki hefna þín Sjón: Reiðhjól blinda mannsins . Medúsa, Reykjvík 1982.
og vá hvað hún er góð myndin. brokeback mountain. ég féll í stafi. þessir guttar leika óviðjafnanlega. ennis del mar og jack twist verða hluti af sálarlífi áhorfandans. falleg og grimm ástin. við erum kindahjörð og látum smala okkur saman upp á fjall og niður af fjalli. öll þessi fjöll full af fortíðinni og hefðum hennar. svo er reynt að temja ástina. þessa bölvuðu ótemju. ríða henni inn í framtíðina. eftir nóttina var búið að éta sig inn í kindarlíkamann. allt þetta mjúka og harða sem tegst á og sameinast og sundrast. þetta mjúka og harða. innra og ytra. minn vilji. þinn vilji. þeirra. einstaklingurinn og samfélagið. ég verð að sjá þessa mynd aftur. helst strax.
held að nýtt tungl sé að gíra sig upp. nýtt kínverskt ár líka jafnvel. ár hundsins. og nýr mánuður í þessari viku. nýr febrúar. mikið er það nú gott. allt svo nýtt. nýir skór. nýr maður. ný augu. nýjar hendur. nýtt karma. nýtt kornflex. það held ég nú.
það heyrist mjög hátt í tölvunni minni. surgandi flugvél sem kemst ekki á loft. ég hef verið að hugsa um að kaupa lappa. svona þar sem ég er að byrja að vinna í meistararitgerðinni. væri það ekki málið haaa? eða á ég kannski frekar að taka bílpróf. fartölva eða bílpróf? hmmm.... en ég er líka að hlusta á malið í silfur aglinum ásamt tölvusurginu. ætla að setja muddy waters á: i just want to make love to you - love to you. hann setur heillandi ljúfa stemmningu á hann muddy. ég þarf að taka til. fjall af þvotti frá okkur pæjunum. hreinum og óhreinum. fjall í eldhúsvaskinum. fjall í hausnum á mér sem byrgir mér sýn í hversdagsamstrinu. fjall í brjóstinu sem segir tifar. öll þessi fjöll. gaf vini mínu ljóðabók einu sinni sem heitir: svona er að eiga fjall að vini. hmmm...eða eitthvað svoleiðis. núna er árni bergmann að tala um nýlega bók sína um bækur og lestur og viðtökur. að vera lesandi. túlkandi. skoðandi. leitandi....eða ég held að það sé það sem hann er að fara. fróðleikur í skáldska
uppköst já. merkilegt með þau. líkaminn er að hafna einhverju ástandi. ég kastaði upp alla síðustu nótt. aftur og aftur og aftur. núna líður mér betur. Úr Oh eftir Sjón: Oh; nei þegar ég gekk út úr húsinu dimmdi og ég var á torgi og það rökkvaði hratt og torgið var umkringt litlum hermannatjöldum sem opnuðust ég hafði verið þarna áður nei og út úr þeim komu risavaxnar hendur tvær úr hverju hægri og í annarri var hnífur en í hinni var saltstaukur þá fór ég inn nei þær komu alveg upp að mér og hægri hendurnar skáru höfuðin af hinum og þær börðu vænjunum í saltið nei Oh; og í dag innbyrði ég: vatn treo kók fingers kartöflu sallat ávexti ís ég borgaði um 350 krónur í 10/11 ég lá mikið í rúminu mínu með magaverk og hausverk. en ég fór líka í skólann að horfa á mynd um karl annan tippaling. ég fór í matarboð. það var gott.
einni sem leiðist á föstudagskveldi. jiiminneini. en þulan mín var að sofna. og ég ætla að hætta þessu tölvurugli. kveikja á fleiri kertum. sópa smá drasli í felur. ég er alveg ljúf. þarf bara að ríða er það ekki. já. ég á greinilega eftir að henda þessu andskotans bloggi í ruslið eins og hinu.
í dag borðaði ég: soyalatte krossant vatn sjávarréttasúpu brauð vatn döðlur banana vatn speltpizzu brokkolí gulrót soyajógúrt malt þrist í dag eyddi ég: 880 krónum í dag fór ég: á leikskólann á kaffitár á bókasafnið í jóga einmitt það já
bergfléttandi brjáluð. en allt breytist. allt breytist. þannig er það. einhvern vegin. þó allt virðist stundum hreint ekkert annað en steypt og greypt í gröf sem er hvorki blaut né rök.
sleppa takinu það er gott að sleppa takinu. svo margt sem er ekki á manns valdi. og svo er erfitt að sleppa takinu á því sem er liðið líka. sleppa takinu á reiðinni. sleppa takinu á tilfinningum af ýmsum toga já. sleppa takinu á úreltum hugmyndum. sleppa takinu á því sem hindrar og hamlar hamingjunni í að flæða inn í lífsorkuna. sleppa takinu á sársaukanum. sleppa takinu af fólki. sleppa takinu á því sem þjónar engum tilgangi í lífi manns í dag. sleppa takinu sem læsir sig fast í líkamanum og veldur vandræðum. andlegum og líkamlegum. faðma breytinguna. trúa því að umbreytingin geti átt sér stað og sé að eiga sér stað hér og nú. það eina sem breytist ekki er að allt breytist
sit á bókhlöðu og er komin með sýn inn í skóginn minn. þurrkaði þokuna úr augunum og þetta er allt í lagi held ég held ég held ég. það er föstudagur. hvað með það. ég fékk mér mjög gott kaffi áðan. núna langar mig í góðan mat. viltu elda fyrir mig góðan mat. viltu kyssa mig? viltu það...
ég var að borða nammi. ohhh...ég sem var að hætta öllum sykri og hvítu hveiti. bara búin að vera mamma-spelt þar til kvöld óð ég út í ljótu dýru búðina fyrir slikkið. djöfuls. jæja fokk. best að horfa á sex inspector. dísöss. éta súkkulaði og horfa á kynlífsráðleggingar til hjóna í krísu eftir barnsburð. talandi um hýði. dæs. ---------------- en welll.... stína ó hér : á heitum degi krökkt af blindum gömlum kvenkanínum í stólnum sjúga orðin sem ég skildi eftir á þrífætta borðinu í garðinum þegar ég nálgast berfætt með eyrnahlíf og loðinn riffil --------------- og þetta var tileinkað bókmenntafræðingnum roald....segir maður i?
nei þetta er ekki alveg að virka hérna. alveg stopp. kalk í æðum. sprungur í veggjum.
fimmtudagur.....mikið líður vikan þó hratt. ég vill bara að þetta líði allt saman.
ég er að reyna að byrja að skrifa eitthvað svona blogg aftur og finnst það heldur beyglað. verð þess vegna að reyna að rita úr mér beyglaðan rembing. jóga hjálpar mér alveg núna. þetta er ekkert tími fyrir fíublóm að athafna sig. þetta myrkur gleypir mig í sig og segir: sittu já sittu eða ég læt þig þrífa meiri þvott. huhhh...eins og það sé ekki þvottur hvort sem er að þrífa alla þessa daga. hvaða kaffidrykkjurugl er þetta annars seint á kvöldin. þykist stundum vera yfir óþverra hafin og þess vegna geti ég alveg svamlað í sollinum. að það bíti bara ekkert á heilagleikanum sem umlyki mig. nei búllllarri ég bara er stödd í stefnuleysinu og finn ekki hvar stefnumótið við sjálfan mig átti að eiga sér stað.
það er janúar. ef það fór fram hjá þér. sendi þér moldarflögur í nýársgjöf. ekki láta mig bíða ekki láta mig bíða ekki gera það gerðu það ég verð svo örvæntingarfull brotakennd ég verð að engu ekki láta mig bíða. en það er janúar