það heyrist mjög hátt í tölvunni minni. surgandi flugvél sem kemst ekki á loft. ég hef verið að hugsa um að kaupa lappa. svona þar sem ég er að byrja að vinna í meistararitgerðinni. væri það ekki málið haaa? eða á ég kannski frekar að taka bílpróf. fartölva eða bílpróf? hmmm....
en ég er líka að hlusta á malið í silfur aglinum ásamt tölvusurginu. ætla að setja muddy waters á: i just want to make love to you - love to you. hann setur heillandi ljúfa stemmningu á hann muddy. ég þarf að taka til. fjall af þvotti frá okkur pæjunum. hreinum og óhreinum. fjall í eldhúsvaskinum. fjall í hausnum á mér sem byrgir mér sýn í hversdagsamstrinu. fjall í brjóstinu sem segir tifar. öll þessi fjöll. gaf vini mínu ljóðabók einu sinni sem heitir: svona er að eiga fjall að vini. hmmm...eða eitthvað svoleiðis. núna er árni bergmann að tala um nýlega bók sína um bækur og lestur og viðtökur. að vera lesandi. túlkandi. skoðandi. leitandi....eða ég held að það sé það sem hann er að fara. fróðleikur í skáldskap. langar að líta á þessa bók hjá honum. þrátt fyrir alla mína ást á bókum og orðum í ýmsum bókum þá vefst ástin yfirleitt fyrir mér.

já ég þarf að gera eitthvað í öllum þessum fjöllum. og allri þessari ást.
síðan þarf ég að lesa um súrrealisma. og ég þarf að lesa hitt og þetta.
mig langar svoldið á ljósmyndasýningu í dag á listasafni íslands. líkamsmyndir.
mig langar að sjá nokkrar myndir núna í bíó.
hmmm.....
ég er svöng

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal