Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2008
Mynd
Mynd af blogginu hennar Maríu: icelandeyes.blogspot.com Kannast einhver við þennan aldingarð?

The Be Good Tanyas - The Littlest Birds

það er þessi ágætis mánudagur í dag og maður reikar þetta um

Try A Little Tenderness Live- Otis Redding

Tom Waits - Watch Her Disappear

bið þin öll við þingvöll

fallegur dagurinn breyttist í dans og söngvamynd í leit að dvergum í ímynduðum skógi og það var skundað á þingvöll í rauðum háhæluðum skóm með kaffi á brúsa og grand marnier bokku er að reyna að hita mig upp eftir kuldann við almannagjá og tom waits er hlýlegur og góður við mig

jájájá meira mix

Viltu dansa?

4 mínútur

Vá það er svo bjart úti. dásamlegt. bjart og kalt jájá. Við mæðgur erum ótrúlega lukkulegar með það að nú sé komin helgi. Jamm. Fyrr í vikunni þá horfði ég á alla Jane Eyre í einum rikk. 4 klukkustundir. Ætlaði bara að horfa á einn þáttinn fyrir svefn en gat ekki sofnað fyrr en allt var búið og klukkan að ganga þrjú. Mig langar að endurtaka þessa sessjón í kvöld. Ég og rauðvínið mitt og Jane Eyre og nottulega hann Rochester. já hvaaaað? sóh.... alveg sama, langar það samt. haaaa? pipra? ég....hún sjálf ég? hvað meinarðu....bíttíðig Um daginn eftir að hafa étið nokkra diska af hamborgarahrygg með fleira "heilnæmu" góssi í rjóma og ræ ræ ræ þá fór ég að andskotast út í megrunarkúra og endalausar föstur og safasleikjur.....döhhh Jææææja, maður er svona góður. Helvíti flott. Þú veist barmurinn og baráttan við kynlífið. jájá. Var ég búin að nefna það hvað ég er ánægð með þessa helgi. Var að klára smá vinnutörn þú skilur og þá er maður ekkert nema húmorinn bara alveg hreint stendur

Purple Rain - Prince

smá nostalgía jájá
fyrir utan það að sitja hér heima hjá mér við kertaljós með purple rain á þá er ég einnig að hakka í mig lucky charms jájá og stóra skottan er fyrir vestan og litlu skottunni hlakkar voðalega mikið til að verða stór og fá brjóst og þá ætlar hún að verða mamma og fara í stóra skó og hún segir: veistu hvað! fyrir framan hverja einustu setningu. skotta: veistu hvað mamma ertu að hugsa um eitthvað? mamma: ég er að hugsa um sólina. skotta: veistu hvað sólin er ekki úti. mamma: en ert þú að hugsa um eitthvað? skotta: veistu hvað ég er að hugsa um nóttina. ---- jamm, og í dag er brúðkaupsafmæli foreldra minna. 42 ára brúðkaupsafmæli hjá þeim skinnunum. dugnaður jájá. ---- litlu síðar: veistu hvað ég er að hugsa um nóttina, sólina og eyrnalokka.
og hérna er þetta ljóð frá árinu 1892 sem hægt er að hlusta á hér að neðan, það er erfitt að ná því alveg í syngjandanum: I will arise and go now, and go to Innisfree, And a small cabin build there, of clay and wattles made; Nine bean rows will I have there, a hive for the honey bee, And live alone in the bee-loud glade. And I shall have some peace there, for peace comes dropping slow Dropping from the veils of the morning to where the cricket sings; There midnight's all a glimmer, and noon a purple glow, And evening full of the linnet's wings. I will arise and go now, for always night and day I hear lake water lapping with low sounds by the shore; While I stand on the roadway, or on the pavements gray, I hear it in the deep heart's core.

William Butler Yeats - The Lake Isle of Innisfree

W.H. Auden

jájá
súkkulaði súkkulaði súkkulaði og dóttir mín hlustar á jesus christ superstar: you have set them all on fire they think they found a new messiah jæja kaffi takkkkkk
þessi semi-insomnia leitar á mig undir pilsfald og klórar í mig en ég verð bara eitthvað skelkuð og spyr: hvað viltu núna elskan? af hverju ertu svona þögull? og það heyrist ekki múkk í nóttinni hryglir bara í slitróttum andardrætti hennar svo ég þvæ augun mín í dreggjunum og bíð alveg róleg næstum svöl bíð þarna á stoppustöðinni bara eftir að hann pikki mig upp í svefn
jæja það styttist í upprisuna...
Svefnlausar nætur eru fyrir dásamleg ljóð eins og þetta hér: Funeral Blues Stop all the clocks, cut off the telephone, Prevent the dog from barking with a juicy bone, Silence the pianos and with muffled drum Bring out the coffin, let the mourners come. Let aeroplanes circle moaning overhead Scribbling on the sky the message He Is Dead, Put crepe bows round the white necks of the public doves, Let the traffic policemen wear black cotton gloves. He was my North, my South, my East and West, My working week and my Sunday rest, My noon, my midnight, my talk, my song; I thought that love would last for ever: I was wrong. The stars are not wanted now: put out every one; Pack up the moon and dismantle the sun; Pour away the ocean and sweep up the wood. For nothing now can ever come to any good. W. H. Auden (1936/1938)
Mynd
þetta eru undarlegir tímar, en ég verð að segja ykkur: ég á ekki íbúð og ég á ekki bíl borga því ekki af húsnæðislánum né kaupi mér bensín (á hins vegar vingott við mjög sexí drævera vítt og breytt um bæinn) ég á tvær stelpur og ég á mig sjálf og er starfrækt frá guði með útibú í vestrinu og er mjög sátt sérstaklega þar sem að nú er ég komin í páskafrííí.....
Mynd
Fallegir þessir dagar. Og ég er búin að finna þessa fínu íbúð. Í lítilli sætri götu nálægt sjó og sundi. Ótrúlega glöð.
Úff ég á ekki orð yfir þessum dómi: "Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann. Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Aspergerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á andliti hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi. Kennarinn stefndi bæði stúkunni og Seltjarnarnesbæ fyrir hönd skólans vegna slyssins. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir, að stúlkan, sem var nýorðin 11 ára þegar þetta gerðist, hafi þekkt muninn á réttu og röngu og ekkert í málinu bendi til þess að fötlun hennar hafi skert d
Vakin fyrir allar aldir af litlu dömunni og haldið vakandi fram eftir öllu af stóru dömunni og vinkonu. Óskaplega er ég eitthvað þreytt þreytt þreytt. Já já dokotor í bas-il og oreganó líka. Leita enn að íbúð. Skoða og skoða og ekkert verið varið í þetta eða þá allt allt allt of dýrt. Hvurslags er þetta eiginlega allt saman. Ég bara spyr. Best að hambrigða og bregða sér eilítið frá.... Friðarfundur í dag klukkan 13 á Ingólfstorgi!
Það var reyndar ekki meiningin að setja alla þessa sketsa inn hér í einni bendu en þar sem svo er þá það já þá það og blað bleð og í huga mér er sungið: SAY YOU Will SAY You Will.... einmitt það og vertu bara glað-ur að vera eins og hinir og vera með og memm og ég er líka alveg með og glað - hlakkaleg í björtum dögum en gaman að segja frá því að það eru enn til peningar á landi ísa og ég sem hélt þeir væru búnir bara misskilningur elskan og hlustaðu svo á Masochism Tango hjá honum darling Tom

Tom Lehrer - Poisoning pigeons in the park

breakfast with runar

International women's day

Stars Go Blue - Ryan Adams @ the Paramount Seattle

Annie Hall Scenes

Annie Hall

hahahahahahahahahahahah

Mer er i mun

Mig langar í "mótorhjólastígvél". Helst strax í dag. Í dag ég vona´nn komi kagganum í lagi í dag að....neinei. Bara vil svona stígvél og veit ekki hvar ég finn þau því kannski er ég ekkert voðalega mikil mótorhjólagella. En boots kona jájájá. Hvar Elías Mar? Og eitt fallegt hér eftir hann: Mér er í mun að vita hvort einnig þið hafið komizt að raun um það þrátt fyrir allt hversu jörðin er fögur hljómur tungunnar nýr haustið jafnfagurt vori líf og dauði í sátt þegar maður elskar. Elías Mar (1954)
Mynd
Bill Phelps: Cold water wave, Long Island 2008
það er gott að finna fyrir guði ég vil finna fyrir þér og lífinu öllu húðin er aðal skynfærið já ég þarf að koma við húð, efni, mat, steina, hár langar að koma við guð þess vegna er svo gott að finna guð eins og flauelsmjúka húð nálægt sér
Hugmyndir gærdagsins skolast til í skólpi næturinnar. Undir fínlegu yfirborðinu er brim og selta sleikir taugaþræði. Öldugangur og bömmer út af engu sem er. Dásamlegur matur þessa helgina. Kjötsúpuheimboð á föstudag og fimm rétta kræsingar Við Tjörnina á laugardag. Tók léttan dans við matarborðið undir ljúfum tónum Vilhjálms og Ellýar. Stundum er svo erfitt að sleppa takinu á vonleysinu þrátt fyrir vini með flæðandi ást, kræsingar, dans og dill. Já stundum heldur það fast í mig. En ég skal sleppa þér þú sem klístrast við mig með dreggjum ára. Ég á kók í ísskápnum. Og sjórinn er skammt undan. Huggun harmi gegn, leysist upp í líkamlegri útgufun. Hættu þessu kona. Taktu penisillin og sofðu betur. Vertu vær. Vertu vær mín kær.

Geirvörtur

I Brjóst handa mér brjóst sem fylla lófann brenna lófann og spreingja lófann spreingibrjóst handa mér eða lítil skjálfandi brjóst sem kitla lófann þótt maður nái ekki taki einsog á stelpunni þarna sem sötrar kók gegnum strá og mænir á gluggann brjóst handa mér og höndum mínum mér í hendur í hendur mínar brjóst að mínu flata brjósti stinn ilmandi mjúk heit brjóst handa mér og geirvörtur blóðríkar viðkvæmar bleikar ljósbrúnar dökkbrúnar gulbleikar brúnbleikar geirvörtur handa mér að erta og sefa. II Sonur minn fimmnáttagamall yglir sig og glefsar útí loftið í draumi um geirvörtu og brjóst. Sjálfur er ég kominn mikið lengra við að skilja heiminn og lífið, og innst innstinnstinnstinnstinnstinni er ég sammála strákskömminni um að alheimurinn sé í eðli sínu ein aftakastór úngamamma formóðir formæðra formóðir með alla kviði og kviðlinga í sínum kviði og sjálfan mig ýmist við brjóstið eða inni. Kannski er geirvörtuplantekran mín víðfeðmari og fjölskrúðugri en garðholan stráksins er alger og yf

Alþjoðlegur barattudagur kvenna

Mynd
Kæru kynsystur og bræður Til hamingju með daginn í dag. Megi hann ósa af friði og sameiningu.
ég var að koma úr lungnamyndatöku og allt eðlilegt á þeim myndum komin á penissillin kannski fer þessu að linna má ég biðja um músík.......

fender factory

Í stað þess að framleiða stratocastera þá drekki ég mér í mímisbrunni. Kvefið vill ekki fara. Komið til að vera eins og veturinn. bókamarkaðurinn er töluverð freisting. Kem árlega út af þessum markaði með aðeins meira en stóð í exel-skjals áætlun. Nokkrar ljóðabækur jú og ein ævisaga, ritgerðarsafn, einar áskell, gömul tarsanblöð, málverkin hans dags í bland við ljóðin og átaksbók vanans. En stefnan er þó ávallt lögð á fjárhagslega stjórn. Að eiga fyrir slikkeríinu sjáðu til. Gott að ég er ekki að ferma í ár. huhh. Stöðugleikinn verður örugglega ríkjandi á næsta ári þegar frumburðurinn ætlar sér að ganga til altaris og þiggja blóð og líkama krists. Gífurlegt breytingarflóð sem flæðir yfir fólk þessa mánuðina. Ég sem hélt að ég væri undanskilin. oooneeeee. En ég fagna barasta óvissunni blessaðri. Hún er mín næring og vissa. Svo er ég að rembast við að brjóta upp vana. Ég er ekkert smá vanaföst, íhaldsöm jurt, en anarkísk í exelinu.....
Sveimérþá það kemur bara tómleikatilfinning yfir því að Forbrydelsen sé á enda. Reyndar var endirinn aðeins of einfaldur og þessi stórgóða þáttaröð hrapaði aðeins niður á annað level í þessum síðasta þætti. Það eru fullt af pípurum í íbúðinni minni og ég er með kvef.

Annie Hall - ending

eða kannski er það helst þessi sem er upp upp upp uppáhalds - erlskrana

Before the rain

...já og og og þessi algjörlega

The Indian Runner

þetta er held ég barasta upp upp uppáhalds myndin mín
blúgg blúgg heitt bað er allra meina bót en vampíruaugun eru ekkert að hverfa

Antony singing If It Be Your Will

og þegar ég heyrði hann fyrst þá stakk hann sér á bólakaf í hjartað mitt. í sömu vikunni komu vinkona og vinur með músík til mín og sögðu: þetta er tónlist fyrir þig. þetta var líklega fyrir hvað 2-3 árum. og núna er ég ekki pirruð. elskurnar mínar.
djöfull er ég pirruð. og af hverju er ég með blóðhlaupin augu? held það sé kominn tími á að taka aftur upp hambrigðabókina með helvítis jákvæðis sjálfstyrkingar æfingunum góðu. já góðu takk. hausinn er að springa og greinilega augun líka.

Lisa Ekdahl - Vem vet

óskalag sjúklinga þennan ágæta lördag
já það er mars alveg merkilegt held ég hafi sagt það nákvæmlega sama fyrir einum mánuði það er febrúar. magnað. eða eitthvað álíka. en ég ligg hér í rúminu mínu með hroðalegt kvef. jú ég tek víst vítamín. og er í lopapeysu. og er að vafra um á netinu. horfði á kiljuna og einnig á þáttinn: mér finnst á ínn tv á vísi.is, undir vefmiðlum. jamm. og var nú að setja af stað víðsjá þátt gærdagsins en einhverjar breytingar hafa nú verið gerðar því það var hlaupársdagur í gær. guðrún gunn júró sér um þáttinn. annar bragur á þessu. gaman hjá þeim á rúv hohoho. jæja. en ætli ég hafi ekki bara fengið guðlegt spark í rassinn um að hundskast til að klára meistara ritgerð mína. og þá skal segja takk og horfa með auðmýkt og þakklæti upp með opin augu eða niður með lokuð augu. "hvað er hún að reyna að segja með sögunum?" "hahaha hvað er hún að reyna að segja með sögunum. ehhh. í fyrsta lagi þá varðar okkur ekkert um það hvað höfundur er að reyna að segja. lesendur er frjálsir undan slíku
Ég er summsé að leita mér að íbúð og vinnu og ást og hamingju. Gangi þér vel í leitinni sagði einhver. Og það þyrmdi yfir mig. Heyrði bara í auglýsingunni: GEYMSLUR!!! ÍBÚÐ OG VINNA Góða íbúð og góða vinnu og ogogog ástin er hér hjá mér