Úff ég á ekki orð yfir þessum dómi:

"Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann.

Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Aspergerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á andliti hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi.

Kennarinn stefndi bæði stúkunni og Seltjarnarnesbæ fyrir hönd skólans vegna slyssins. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir, að stúlkan, sem var nýorðin 11 ára þegar þetta gerðist, hafi þekkt muninn á réttu og röngu og ekkert í málinu bendi til þess að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða að vitsmunaþroski hennar hafi verið minni en almennt hjá börnum á sama aldri.

Þá segir í dómnum, að ekkert liggi fyrir um það í málinu að stúlkan hafi ætlað sér að skella hurðinni á kennarann heldur sé líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína. Á hinn bóginn hafi henni mátt vera ljóst, að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli væri hættuleg og hún hlyti að hafa gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér. Því beri stúlkan skaðabótaábyrgð á tjóni kennarans.

Skólinn var sýknaður af kröfu um skaðabætur þó að matsmaður hafi talið að klemmivörn á hurðinni hafi ekki komið í veg fyrir að hún skall á höfði kennarans. Dómurinn taldi hurðina uppfylla öryggiskröfur í lögum."

Þvílík vanþekking og hneisa. Móðirin hlýtur alla mína samúð. Þær mæðgur eru fórnarlömb fáfræði og illa ígrundaðs máls þar sem ekki er vandað til verks. Þetta hefði getað komið fyrir hvaða foreldri sem er, að barn lendir í óhappi í skólanum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, þó svo sagt sé að stúlkan hefði mátt gera sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingarnar væru af hátterni hennar. Þar af leiðir verður þessi dómur að dómi yfir þeim sem hann setja. Hér birtist einnig hryllileg vankunnáttu á fötlun þessarar stúlku og aðstæðum. Barn gerir sér ekkert grein fyrir slíkum afleiðingum í bræði og uppnámi sem veldur því að það höndlar ekki erfiðar aðstæður, skynjar jafnvel að sér sé ógnað og flýr frá óbærilegum aðstæðum, og þá sér í lagi barn með röskun á einhverfurófi eins og Aspberger.

Ég fæ bara tár í magann og verk í augun.

Minnist þess að hafa þurft að koma í skólann að sækja dóttur mína sem hafði bitið frá sér og læst sig inni eftir áreiti sem hún gat ekki tekist á við á annan hátt en að verja sig með þessum hætti og flýja í burtu. Hugsun hennar var ekki að valda öðrum skaða eða vangaveltur um mögulegar afleiðingar heldur var um að ræða ósjálfráð viðbrögð við skynjun á heiminum og samskiptum í honum sem geta verið flókin og skynúrvinnsla þessa alls eitt alls herjar áreiti þrátt fyrir vitsmunaþroska. En ég tek eftir að í dómnum er góður vitsmunaþroski stúlkunnar notaður gegn henni.

Þessu verður að áfrýja. Ég verð svo sár að heyra að svona rugl viðgangist í þessu fjárans dómskerfi.

Ummæli

Hel sagði…
ljótanið...barnaland hefur logað í 2 daga útaf þessu
Nafnlaus sagði…
Tek undir hvert orð - þarna eru dómstólarnir algerlega glórulausir - fullir af fáfræði og meira að segja réttarfarslegu bulli svo maður noti námið sitt. ÞEssu verður klárlega áfrýjað - algjör skandal að meðdómendur í málinu skuli vera verkfræðingur og tæknifræðingur eða hvað hann nú var en enginn með snefil af þekkingu á asperger... garggg!
Æ já, þetta er alveg skelfilegur dómur.
Fía Fender sagði…
Ójá þetta getur varla gengið...

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal