Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2013

Himnur sjálfsins: Um Holy Motors eftir Leos Carax

Himnur sjálfsins: Um Holy Motors eftir Leos Carax Leos Carax er anagram af nafninu Alex Oscar (Alexandre Oscar Dupont). Þetta sagði veraldarvefurinn mér og þótti mér það merkilegt því aðalsöguhetja kvikmyndarinnar Holy Motors heitir einmitt Oscar, sem reynist marglaga maður. Það sem maður telur kjarna hans reynist ávallt himna utan um annan mögulegan kjarna. Vissulega gæti Oscar þessi einnig vísað til kvikmyndaverðlauna Ameríkunnar, maskínunnar sem glatt hefur margan karlinn og konuna en höfundarvísunin er enn skemmtilegri. Oscar í Holy Motors tekur við handritum í hvítri limmósínu á ferð og stígur inn   í nýtt og nýtt hlutverk. Það er hans líf (og kannski hans dauði). Mæri veruleika og skáldskapar eru misþykk, þunn, það er ekki ný umræða. Þau geta verið sem gagnsæ himna eða jafnvel steyptur múr hins ómögulega. Þessum mörkum er afneitað að einhverju leyti í veröld Oscars, en þó ekki algjörlega. Sama má segja um frásagnarformið, því er hafnað á sama tíma og frásagn

Skiljið svaladyrnar eftir opnar

Hef verið ósköp meyr undanfarið. Það er nú reyndar ekki það versta. Ágætt að tilfinningalífið bæri stundum á sér. Sendi mann út á rúmsjó í leit að fögrum beinum. Annars segir Lorca allt það sem vert er að segja: Ef ég dey, þá skiljið svaladyrnar opnar. En aukreitis við orð Lorca þá minnist ég hennar elsku Bjarkar hér: Björk Líndal, 4. júní 1950 – 9. mars 2013 Gangstéttin við Holtsgötu og árið er 1993. Ég er 18 ára og líklega er þetta að hausti. Björk vindur sér að mér nokkuð hvöss til augna tekur þéttingsfast í hönd mína, kynnir sig og bætir svo við: „Við eigum nú eftir að kynnast.“ Ég er hálfsmeyk og stíg eitt skref afturábak. Björk var mér alltaf mikil ráðgáta. Hún var mögnuð kona og ólík öllum öðrum manneskjum sem ég hef kynnst síðast liðin tuttugu ár. Alþýðleg heimskona, gáfuð, sterk, full af réttlætiskennd, örlát, traust, skemmtileg og húmórísk með eindæmum. Svo bar hún með sér þessa fjarlægð og sársauka innra með sér sem hún yrti aldrei. Björk var sílesan

Kveðja

    Ef ég dey, þá skiljið svaladyrnar opnar. Barnið borðar appelsínur (Ég sé til þess ofan af svölunum). Kornskurðarmaðurinn sker korn á akrinum (Ég heyri til hans ofan af svölunum). Ef ég dey, þá munið að skilja svaladyrnar eftir opnar! Federico Garcia Lorca (1898-1936)  Þýðing: Sonja Diego (Þýðing Sonju b irtist í Lesbók Morgunblaðsins 23. desember 1964)