Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2009
Þessi vika hefur verið alveg hreint ótrúlega fljót að líða. Föstudagur og klukkan að ganga 19 hér í hlöðunni..... Hvernig er það eru stjörnurnar í lognmollu og svefni? Var bara að spá sko.
Ég held sveimér þá að ég hafi barasta verið sammála hverju einasta orði Harolds Bloom í dönskum viðtalsþætti sem var á dagskrá Rúv í gær. Kom mér sannarlega á óvart! Ég jánkaði bara og sagði já einmitt einmitt, nákvæmlega, ákkúrat. Stórundarlegt.
Hér er Afleggjarinn hennar Auðar Ólafsdóttur lofuð og mælt með henni - en á dönsku heitir hún: Stiklingen. Þar er meðal annars talað um að bókin sé sérstaklega falleg sem og undarleg - og þegar verið er að tala um fegurð í þessu samhengi er henni líkt við gullaldarmálverk þar sem verið er að takast á við stóru spurningarnar. Og einnig í Politiken nokkrum dögum fyrr fær verk Sigurbjargar Þrastardóttur - Blysfarir einnig rífandi dóma. Sigurbjörgu er jafnvel líkt við Sylvíu Plath - jahérnahér já og minnst á leit að bókmenntalegum sársauka. Skrifari dómsins er hálf ringlaður en virðist engu að síður bergnuminn af verkinu. Á sænsku heitir bókin Fackeltåg.

Knocking on Heaven's Door

Mynd
Jæja... Febrúar hefur verið bíómánuður mikill - og hef ég nú nýlega séð: Skoppu og skrítlu Refurinn og barnið Sólskinsdrengurinn Vicky, Cristina, Barcelona Benjamin Button jú og svo fór ég einu sinni í leikhús: Rústað Held að Woody Allen hafi verið mér mest að skapi af þessari súpu - jamm er í svona stuði þessa dagana, gæti barasta skellt mér í bíó á hverjum degi - beint eftir vinnu, hreiðrað um mig í myrkum sal með sjálfri mér, skáldskapnum á tjaldinu og poppkorninu kannski ég skelli mér á Revolutionary Road eftir vinnu í dag...hmmm hvur veit En það sem af er degi hef ég verið óvenju aktív farið í morgunte á Mokka, í Kramhúsið að horfa á fiðrildi flögra og fengið að flögra aðeins með, borðað slakt salat á Horninu, ráfað um bókabúð, tjekkað á Alfreð Flóka á Listasafninu, rölt um bæinn með góðu fólki og farið í vinnunna... svei mér þá - þetta hljómar barasta eins og heil vika og dagurinn er rétt hálfnaður give me things that don´t get lost syng ég nú bara með honum Neil Young og fletti
Mynd
Dalai Lama að gantast já - er strax farin að hlakka til að sjá manninn í byrjun sumars!
mér leið skyndilega eins og ég hefði misst af nokkrum mánuðum dottið út og sjúkraliðinn hefði talað við mig spænsku á meðan hann nuddaði í mig viti og gleymdum mánuðum en annars er allt í þessu fína hérna megin og ég er ekki meira útaf en venjulega bara svona svipað tror jeg
Og þetta er mjög fín ræða frá honum Viðari Hreinssyni sem hann flutti víst í gær - og mikið er nú Smugan fín! Örlítið brot úr ræðu Viðars: "Hin heilsteypta manneskja verður aldrei annað en hugsjón því við erum ófullkomin. En við þurfum samt hugsjónir. Þær dagaði uppi í kaldhæðni 20. aldar en nú grípum við til þeirra aftur með heitum huga, til að byggja upp lýðræði og betra samfélag og það tekur sinn tíma. Nú nærast stjórnmálamenn og fjölmiðlar á gagnkvæmu hugmyndaleysi í innihaldslausu pókerspili einstaklinga og flokka um hver skuli ráða. En við þurfum enga helvítis leiðtoga, við höfum fengið nóg af þeim! Við þurfum lifandi samræðu þar sem ein hugmynd kveikir aðra betri. Við þurfum fólk með drauma og hugmyndir og við þurfum fólk sem kann að vinna úr þeim, og við þurfum fólk sem kann að gera þær að veruleika. Við þurfum líka að tileinka okkur bestu reglur um gangverk samfélagsins og stofnana þess. Við eigum eftir að gera mistök og villast af leið, en samræðan og samstaðan verða að
ég veit það eru þessi örlitlu skref