Og þetta er mjög fín ræða frá honum Viðari Hreinssyni sem hann flutti víst í gær - og mikið er nú Smugan fín!

Örlítið brot úr ræðu Viðars:

"Hin heilsteypta manneskja verður aldrei annað en hugsjón því við erum ófullkomin. En við þurfum samt hugsjónir. Þær dagaði uppi í kaldhæðni 20. aldar en nú grípum við til þeirra aftur með heitum huga, til að byggja upp lýðræði og betra samfélag og það tekur sinn tíma. Nú nærast stjórnmálamenn og fjölmiðlar á gagnkvæmu hugmyndaleysi í innihaldslausu pókerspili einstaklinga og flokka um hver skuli ráða. En við þurfum enga helvítis leiðtoga, við höfum fengið nóg af þeim! Við þurfum lifandi samræðu þar sem ein hugmynd kveikir aðra betri. Við þurfum fólk með drauma og hugmyndir og við þurfum fólk sem kann að vinna úr þeim, og við þurfum fólk sem kann að gera þær að veruleika. Við þurfum líka að tileinka okkur bestu reglur um gangverk samfélagsins og stofnana þess. Við eigum eftir að gera mistök og villast af leið, en samræðan og samstaðan verða að vera leiðarljós, og minnumst þá orða skáldbóndans: „Hvert straumarnir stefna vil ég reyna að skilja, og aldrei snupra jafnvel barnshendi í fálmandi framfaraviðleitni, þó ég sjái hve hún seilist skammt“."

Sjálf er ég hálf orðlaus þessa dagana en eins og fyrr sagði þá tek ég mín ör-skref fram á við og hef trú og von sem heilög vopn með í för - mínar góðu hækjur sem flytja mig fram um mínútur og fram um drauma - fram til frekari sáttar
og nú hljóma ég eins og forseti og flækingur í senn - konan í klaustrinu fer sér hægt og fjarlægir ryk sem sest hefur á áruna.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal