Jæja...

Febrúar hefur verið bíómánuður mikill - og hef ég nú nýlega séð:

Skoppu og skrítlu
Refurinn og barnið
Sólskinsdrengurinn
Vicky, Cristina, Barcelona
Benjamin Button

jú og svo fór ég einu sinni í leikhús:
Rústað

Held að Woody Allen hafi verið mér mest að skapi af þessari súpu

- jamm er í svona stuði þessa dagana, gæti barasta skellt mér í bíó á hverjum degi - beint eftir vinnu, hreiðrað um mig í myrkum sal með sjálfri mér, skáldskapnum á tjaldinu og poppkorninu

kannski ég skelli mér á Revolutionary Road eftir vinnu í dag...hmmm hvur veit

En það sem af er degi hef ég verið óvenju aktív
farið í morgunte á Mokka, í Kramhúsið að horfa á fiðrildi flögra og fengið að flögra aðeins með, borðað slakt salat á Horninu, ráfað um bókabúð, tjekkað á Alfreð Flóka á Listasafninu, rölt um bæinn með góðu fólki og farið í vinnunna...

svei mér þá - þetta hljómar barasta eins og heil vika og dagurinn er rétt hálfnaður

give me things that don´t get lost syng ég nú bara með honum Neil Young og fletti Financial Times

....

Þegar Financial Times var útflett var haldið heim á leið og hitað vatn í te, tekið á móti gestum, haldið á Shalimar og að því búnu kíkt í yndælis kvöldheimsókn og drukkið meira te.

Dagurinn endaði svo heima í koti yfir hinni dramatísku The Woman Next Door - en dauðinn er það allra ljóðrænasta.

Ummæli

krumma sagði…
það er aldeilis að maður er orðinn erlendis, lesandi financial times, ekki skrítið að þú sért hætt að tala við mig
Fía Fender sagði…
iss þetta er bara fyrir vinnuna elskan og you are always on my mind
krumma sagði…
hjúkk!!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal