Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2007
Og já svo ég haldi áfram dagbókar skrásetningu að þá fór ég í gær á Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Til að byrja með að þá gengur maður inn í mjög skemmtilegt rými og er þessi leikmynd með þeim betri sem ég hef séð lengi. Hún er blanda af náttúru og ónáttúru. Fantasíu og veruleika. Sýningin mynti mig ótrúlega mikið á margar sýningar Leiksmiðju Reykjavíkur. Það var bæði mjög skemmtilegt en einnig óþægilegt á stundum. Rýmið átti sinn þátt í því, sem og leikarahópurinn og fötin sem þau voru í. Já ég þekkti element úr "Frá kyrrstöðu til hagvaxtar" sem var sýning sýnd í litlu rými í þá Frú Emilíu leikhúsi, en nú Loftkastalanum. Allur textinn var úr Morgunblaðinu einn sunnudag í mars 1994. Jafnframt var eitthvað sem ég þekkti úr Streymi, sem var sýning á vegum fleiri aðila á vegum Listahátíðar í Hafnarfirði, sett upp í Straumi sumarið 1993. Þar var álíka endir þar sem opnuð var stór skemmuhurð út í frelsið og leikararnir hverfa þangað út. En þetta þótt mér bara nokkuð skemm
Í gær fór ég á fyrirlesturinn: Can art still be subversive? - ásamt öðrum bæjarins bestu. Já hvernig ætti maður að útleggja það, getur listin enn rifið niður, eða stuðað, haft áhrif, breytt....Held að það sé inntakið. Spurningin um það hvað listin færi okkur og hvert hún ferji manneskjuna innan þunns lags veruleika og drauma. Hverjir eru þessir möguleikar. Ég hafði reglulega gaman af þessari tölu hans Slavoj Zizek. Satt að segja bjóst ég ekkert frekar við því að ná tengingu þarna en fannst hann verulega inspírerandi og skemmtilegur á að hlýða. Tafsandi skýr, klórandi sér í hugsunum og húð. Trúlaus Marxiskur Lacanisti. En hann velti fyrir sér sálgreiningu í dag og telur hana ekki dauða, búna, bless. Ó nei. Hann hlýtur að hafa eytt ævi sinni í togstreitu guðleysis og máttar guðs. En hann sagði sig trúleysingja. Talaði um guð handan við sjálfan guð. (Samt er alltaf svo óþægilegt að halda sjálfi og guði saman. Væri gott að geta aðskilið sjálf, kyn, guð. Allt þetta þrennt.) Það er kraftur í
Mynd
Patricia Heal
Mynd
Christine Cody: It was almost you, 1995
Mynd
Tina West: two dreams one good one disturbing
"og það er sama hvaða guð og það er sama hvaða lögmál það er sama hvaða mátt þú nefnir þessi alíslenska hríð já hún er æfinlega í fangið í hvaða átt svosem þú stefnir" megas
Mynd
Victoria Goldman: The Offering Bowl
Mynd
You can never hold back spring You can be sure I will never Stop believing The blushing rose that will climb Spring ahead or fall behind Winter dreams the same dream every time Baby you can never hold back spring Even though you´ve lost your way The world keeps dreaming dreaming of spring So, close your eyes open your heart To the one who´s dreaming of you And you can never hold back spring Remember everything that spring can bring Baby You can never hold back spring Baby you can never hold back spring Tom Waits
Mynd
en hamingjan er hjá mér. hún gælir við mig. við fórum í göngutúr og hún sagði mér frá leyndarmálinu sínu. hún hefur mjög einfaldan smekk og stundum hjálpar hún mér við að hengja upp þvottinn.
þetta er auðvitað allt veruleiki. margar tegundir af veruleika. sem skarast saman og eru oft á skjön við hvorn annan. ég þvælist um á milli veruleikanna. sauma mig á milli, þræði grænum tvinna inn og út úr þér mér þér og ....
"mamma er drottning og kóngur"
ég fór á hreint frábæra mynd í dag notes on a scandal mæli með henni
undan þessari helgi rís ég full þakklætis því ber að fagna
Mynd
"Í hádeginu þegar fólk liggur dáið í íbúðinni er hrísgrjónagrautur með kanil róandi fyrir alla."
"ég er ekki líneik. ég er lína langsokkur prinsessa. ég afla fiskur. og þá kom fiskurinn hlaupandi. þú mamma og þú lína langsokkur. þú mamma átt að fara í föt. ég er prinsessa. ég átt heima úmínmömmu og mömmu."
ég var á leið í strætó síðdegis og þá kom yfir mig þessi tilfinning mér leið eins og ég væri í útlöndum já verulega notaleg tilfinning það var verið að tala þrjú mismunandi tungumál vítt og breitt um vagninn og ekkert þeirra var íslenska við útlendingarnir nýtum okkur almenningsvagnana umhverfið varð mér skyndilega ókunnugt út um regnvota glugga en reyndar var eitt sem eyðilagði hina framandi stemmningu fyrir mér: stefán hilmarsson söng í útvarpinu og vagnstjórinn ákvað að hækka aðeins í tækinu eitthvað mjög svo íslenskt við röddina hans stebba ómandi um strætisvagn í annars skítsæmilegri reykjavík
"you make my desire pure"
Mynd
"þú ert rófurass. og ég er ástimín."
"ég er stór stelpa. ég er þula langsokkkur. mamma er ekki langsokkur. mamma er stór."
you taste like sunshine dust i like it when the red water comes
Mynd
aðför að dauða sólarinnar hefur silfurkenndan blæ grá hárin grófari húðin hrörlegri leðurkennd á köflum bútasaumur holdsins fallegur vefnaður dauðans moldarstígur kirkjugarðsins undir skósólum smám saman molnar undan moldkenndum rótum og stígurinn hverfur
Mynd
í dag afrekaði ég alveg óskaplega margt. þar á meðal að hitta yndislegt fólk. baka dásamlega köku. kyssa og knúsa stelpuskott. fara í hreint unaðslega sturtu.
já mamma baka köku gerðarmaður getur
Mynd
rúllandi sólir um langa spítalaganga langa langa ganga já sumar sólir þær koma ekki upp í austri og enn síður kunna þær að planta aftur- endanum í vestur nei þær þvælast bara um og lenda á endanum í ruslafötunni lúra þar lengi lengi lengi pseudo-sólir sem þykjast glóa í myrkum haug þær kunna ekki alveg að rísa né hníga á tilætlaðan hátt né á tilskyldum tíma fylgja ekki tímanum kunna ekkert annað en að þykjast vera sólir á röngum stað á röngum tíma
Mynd
Hann Antonin Artaud vildi meina (og jafnvel einnig hann Nietzsche) að það sé einungis með afhjúpun á myrkum kytrum tilvistar að við getum frelsað okkur frá þeim. Það er þá lágmarks tilraun til þess að hafa stjórn á grimmdinni. Þessari grimmd sem veruleikinn lúrir á.
on the surface simplicity but the darkest pit in me it's pagan poetry
Mynd
Penny Mailander: thought
mergskipti geta verið alveg lífsnauðsynleg. ígræðsla stofnmyndandi blóðfruma. allra síðustu áratugi hefur orðið mikil aukning á fjölda mergskipta en árlega fara mörg þúsund sjúklingar í slíka meðferð. í dag eru mergskipti framkvæmd fyrr í sjúkdómsferlinu heldur en tíðkaðist í byrjun og hefur það leitt til bætts árangurs meðferðar. illkynja blóð- og eitilfrumusjúkdómar eru algengustu ábendingar í dag forsætisráðherrann sagði að samstarf ríkisstjórnaflokkanna væri byggt á merg - í fréttum kvöldsins. það fer að líða að mergskiptum enda hinn illkynja sjúkdómur fengið að grassera um langan tíma og eflaust farinn að dreifa sér um fleiri frumur.
Mynd
before the rain
jú það væri verulega notalegt að taka rútuna þú veist skreppa með henni út úr söguþræði og inn í skóg fullan af fuglum
Mynd
þegar húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir húð mætir ætir úð ætir úð ætir úð ætir úð ætir úð ætir úð ætir úð ætir úð tætir hú tætir hú tætir hú tætir hú tætir hú tætir hú tætir hú tæ tæ tæ tæ ú ú ú ú úððððð ir úð r ú hú ræti mæti hú mæti hú mæti hú mæti hú mæti hú mæti hú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú æ ú ú ú tú tí tú tí tú tí tú tí tú æti tú æti tú æti tú mæ mæ mæ mæ tú mæ tú mú mú mú mú mú mú mú mú ú jú jú jú já já já já
Mynd
Mynd
og hvað veit ég svo sem um lífið eða dauðann haaaa
og ég hef aðeins eitt að segja á þessu kvöldi með orðum madonnu: express your self don´t repress your self
Mynd
um tíma bjó ég í 100 ára gömlu húsi í rónagötu. þar var mjög friðsælt og nágranna- konan um sextugt alltaf útí garði á brjóstunum sínum fallegu. man að þau voru nokkuð stór brjóstin á henni og löfðu þunglamalega niður að maga en sjálf var hún svo létt í spori þegar hún trillaði sér fram og aftur á blettinum sínum með litla sláttuvél. ég hafði gaman að þessu því ég er svoddan hippi en sambýlingi mínum fannst þetta ekki skemmtilegt landslag fyrir augum sínum yfir morgunkaffibollanum eða hverju öðru. hann var samt jafnvel meiri hippi en ég ef ég spái í það. hann spilaði fallega á gítar og var vísindamaður með þykk gleraugu. jafnframt var hann mikill sóði og parkeraði til að mynda útiskónum sínum upp á eldhúsborð og snýtti sér í viskustykkin. ekki segja neinum. en ljúfur sem lamb og klókari en margt í þessari veröld. þetta var ekki sagan sem ég ætlaði að segja. ég var að hugsa um sænska söngva og það leiðir hugann að cornelius. því í þessu ágæta húsi okkar hljómaði cornelius oft og iðulega
Mynd
Victoria Goldman: she spins, 2003 Ég held nokkuð upp á þessa konu. Fagurfræði og kvenleg sýn skín út úr myndum hennar, sem eru einnig oft fullar af þrá.