ég var á leið í strætó síðdegis og þá kom yfir mig þessi tilfinning
mér leið eins og ég væri í útlöndum
já verulega notaleg tilfinning
það var verið að tala þrjú mismunandi tungumál vítt og breitt um vagninn
og ekkert þeirra var íslenska
við útlendingarnir nýtum okkur almenningsvagnana
umhverfið varð mér skyndilega ókunnugt út um regnvota glugga
en reyndar var eitt sem eyðilagði hina framandi stemmningu fyrir mér:
stefán hilmarsson söng í útvarpinu og vagnstjórinn ákvað að hækka aðeins í tækinu
eitthvað mjög svo íslenskt við röddina hans stebba ómandi um strætisvagn í annars skítsæmilegri reykjavík

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal