Færslur

Sýnir færslur frá október, 2013

Límónusunnudagur

Takið fram grænt glas á fæti. Gott að það rúmi nokkuð gott magn af vökva. Því næst er það bleikur sítrónukreistari úr plasti. Handfjatlaðu græna límónu af festu. Rúllaðu henni milli fingra og hugsaðu um salt. Því næst tekurðu beittan eldhúshníf úr efstu skúffu. Með einu handtaki vegurðu límónuna í tvennt. Þú kreistir safaríkt lífið úr báðum helmingum og hellir í græna glasið. Þetta stóra einfætta. Þá er það lokahnykkurinn. Þú fyllir upp að barmi með ísköldu sprikklandi sódavatni. Fullkomnun í annars ófullkomnum heimi.

Dropinn holar steininn: ég og þú og kolefnissporin okkar

Hugtakið kolefnisfótspor hefur ljóðrænan dökkan blæ. Hljómar í huga mér líkt og ský í buxum , þó skuggalegri mynd birtist af fótsporum í lofthjúp. Sjálf geng ég yfirleitt í kjól og nota skó númer 36. Ég veit hvað fótspor eru og ég hef óljósa hugmynd um kolefni. Slík fótspor eru því þau mörk sem mennirnir setja á loftslagið. Eða hvað? Það góða við að vera haldinn orðaþráhyggju er það að orð eins og kolefnisfótspor renna ekki svo glatt úr minni. Frá því ég heyrði orðið fyrst fyrir nokkrum árum síðan þá hefur hugtakið hangið sem svartholsljóð í hausnum á mér við hvert fótmál, hvert götumál, hverri ferð til kaupmannsins, hverri einustu ferð minni með rusl út í tunnu. Með hverri bílferð, sorpuferð, hvað þá flugferð. Ég sé fyrir mér drulluskítug fótspor mín númer 36 bólgin af eyðingu jarðar. Skuggar mínir jafnt um loft og láð. Og mín melankólísku spor verða sífellt fleiri og dýpri, stinga sér líkt og samúræjasverð inn í lofthjúpinn. Jæja. Og hvað er kolefnisfótspor (e. car