Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2011
Mynd
Heyrst hefur að Mahler sé aðalgæinn í dag. Fólk er annað hvort að koma af eða á leið á Mahler. Þetta er engin lýgi. Strangheiðarleg kona eins og ég segi alltaf sannleikann. Fjórða sinfónían var víst alveg helvíti mergjuð með flausturslegum ákafa í nýlegum flutningi aðal hljómsveit bæjarins. Fólkið klappaði og klappaði og þorði ekki á klósettið til að missa ekki af því að sjá uppvakninginn en það var búið að lofa að sjálfur Gústi kallinn yrði særður upp og kæmi fljúgandi úr duftinu eins og eldspúandi dreki um Eldborgina. Ég var ekki á staðnum því ég var auðvitað heima með eyrnarbólgu í vinstra eyra að hlusta á Mahler. Að sjálfsögðu.

Curtis Mayfield - Move On Up

Mynd

David Bowie - Ashes To Ashes

Mynd
Mynd
Mynd

Kaffipása

Moldug hnén eftir allt bænastandið báru þess merki að sambandið við jörðina væri traust og stöðugt. Í moldinni fann hún fyrir Guði og treysti því að þar á meðal maðka og brátt vaxandi jurta fyndi hún tenginguna og svörin sem fóru fram hjá svona yfirleitt. Máfarnir sveimuðu yfir henni og hlógu sínum hrossahlátri á meðan hún krafsaði með nöguðum nöglum í moldina. Eftir krafsandi moldarklukkutíma var komin djúp hola í jörðina. Þar lá lítið látið lamb. Dvergvaxið og dularfullt í holu. Það var kjörið að skríða upp úr gröfinni eftir átökin, taka upp kaffibrúsa og nestisbox og narta í brauðsneið á brúninni með lambið undir fótum sér og máfana sveimandi svanga yfir.

Ray LaMontagne - Let It Be Me

Mynd

Crazy (Gnarls Barkley Cover) - Ray Lamontagne

Mynd
Lúv it!