Eftilvill hamingja

Eftir að hún dó varð hann gripinn
mikilli forvitni um hvernig þetta
hefði verið fyrir hana. Ekki það
að hann efaðist um ást hennar.
En hann vissi að það hlyti að
hafa verið einhverjir hlutir
sem fóru í taugarnar á henni.
Hann fór því til nánustu vin-
konu hennar og spurði hana
yfir hverju hún hefði kvartað.
"Það er allt í lagi," varð hann
að segja hvað eftir annað: "Ég
tek það ekki nærri mér." Að
lokum gafst vinkonan upp.
"Hún sagði að þú sötraðir
stundum teið þitt ef það
væri mjög heitt."

Jakc Gilbert, þýð. Gyrðir Elíasson

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal