Óskaplega sem það er erfitt að skrifa nokkurn skapaðan hlut hér eða annars staðar. Orðin verða að einhverju gumsi í þreyttu höfðinu sem neitar að taka á sig skapnað, hvorki fallegan né ljótan eða eitthvað annað. Man ekki fleiri lýsingarorð. Orð. Ekki segja neitt. Biddu frekar um hvíta strönd fjarri mannabyggðum. Eða bara skúr í stórborg. Bjúgtöflur og tannkrem.

Áttu gullriste?
Haaa hvað er það?
Ég veit það ekki en örugglega eitthvað rosalega vatnslosandi.
Nú!? (Vá hvað þetta orð "vatnslosandi" getur gert mann brjálaðan)
Nei ég meina þetta er drykkur sem fær gullið í sál og holdi til að rísa.
Neeeeei kannast heldur ekki við það sko en á hérna hins vegar mjög góðar náttúrlegar sápur.
Okei ég fæ þá bara sápu í staðin.

Haltu kjafti hvað kellingin þarf að fá sér bjúgur og uppstúf maður.


Þrátt fyrir allt þá er sólin falleg.
Blessuð sólin já. Og fallegasti dagur ársins var laugardagurinn 6. ágúst. Töfrandi stöff.

Góða nótt.

Ummæli

krumma sagði…
ég held að þetta sé rangur misskilningu hjá þér, ég held að þú þurfir ekki bjúgur og uppstúf heldur bleikar kökur og bleikan drykk hjá mér á laugardag

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal