já hún á afmæli litla skottuskottan mín. 4 ára í dag. hún vaknaði með bros á vör. svo ánægð með tilveruna. fékk engan pakka og enga köku greyið því mamman er bara veikur aumingi með hita og hausverk. en hún er hæstánægð. við örkuðum í leikskólann og hún fór í fína kjólinn sinn og í fjólubláu loðsilkikápuna sína frá nepal og svo ullarlystana og rauðu bomsurnar. söng alla leiðina og alveg upp í falsettu sem vekur ávallt kátínu vegfarenda. ég píndi mig til þrjú í vinnunni og varð þá að skröltast heim í verkjalyf og undir sæng. jú en hafði það að kaupa kökudruslu og bleik blóm á heimleið.

afmælisskottan var ótrúlega hrifin af að fá bleik blóm og bakarísdrusluköku. svo var bara kveikt á kertum og stuttu síðar varð mamman að leggja sig aftur. ég er að verða verulega þreytt á sjálfri mér í þessu ástandi. en þessi stóra 4 ára stelpa smælar bara út í eitt og finnst greinilega gott að vera 4 ára.

Ummæli

krumma sagði…
ó til hamingju elsku elsku ég er bara utan við mig í þessari flensu, við mætum með pakka um leið og heilsa leyfir, knús til þulu minnar
Fía Fender sagði…
takk elskan mín. veisla á laugardaginn!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal