kominn föstudagur og febrúar hálfnaður. merkilegt. langar að sjá atonement. jamm best að gera það. er hrædd um að verða fyrir vonbrigðum því allir eru svo yfir sig hrifnir af myndinni. hef ekki lesið þessa bók. ég er að lesa gósenlandið. ég er svo lengi að lesa þessa dagana. svo syngjum við mæðgur megasartexta á kvöldin fyrir svefn. vísnabókin í smá fríi sko. ég var í 3 mánuði að koma mér i það að hringja í viðgerðarmann út af nýju fínu þvottavélinni. jæja. síðan tókst mér að framkvæma þessa hringingu í pfaff og hálftíma síðar var búið að gera við vélina. eða allt að því. dísöss hvað ég er mikill kvíðakjúklingur og lömuð úr þoku á stundum. var ekki einhver að segja að sálarlíf íslendinga væri ofið úr þoku. ég eldaði þetta fína lasagna í gær. keypti bækur og föt á stelpuskotturnar. mamman fékk handáburð og appelsínu- og kanilte. this is my life babe. þetta er ágætt. allt svo rólegt í vinnunni. einhvern tíman ætlaði ég líklegast að "sigra" heiminn eða eitthvað. núna er ég rosalega stolt þegar mér tekst að hringja í viðgerðarmann. já halló herra viðgerðarmann. viltu koma að gera við. frábært. kærar þakkir.

þakkir

þakkir

þakkir

...syngur skottið

ef þessi færsla hljómar vonleysislega þá er það tótal misskilningur. ég full af bjartsýni. alveg satt.

satt

satt

satt

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal