jájájá ég fékk blóm frá litlu skottunni og sú stóra bakaði dýrindis köku fyrir múttuna svo hún yrði feitari og sætari. þær eru nú alveg bestastar. en ég er bara algjör lumma sjálf. jájá ég veit að maður á ekki að tala svona. en get nú bara ekki annað. pirruð lumma í götóttum fötum og pirruð á fasteignamarkaði og brjáluð yfir mínu eigin sjálfstæði eða hvað eða hvað. finnst eins og augun á mér séu full af hvítum fjörusandi og fjúki. mikið er heimilið fallegt. mikið er veturinn langur. mikið bærast trén hæglega í frostinu. já það er nú meira hvað ég elska að elska svona og svona. hvað gerir maður við þetta pirr. peningapirr. æi og allt hitt pirrið líka sem borgar sig ekkert að minnast á. þá fara allir að grenja og allir hætt að baka úr eggjunum sínum og hænurnar fylla húsin af gaggi og á endanum verð ég að kaupa haglabyssu til að eiga eitthvað í matinn.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal