ég er farin að spila jólatónlist og hengja upp seríur. og það er nóvember. þetta hefur ekki gerst fyrr. annars er nú desember að skríða í hús. ég ætlaði að dúlla mér svo mikið með skottunum í rólegheitum en þá er ég skyndilega á haus í vinnu. fullt af vinnu bara. það hefur sína kosti svo ég þakka barasta fyrir. takk.

vinna vinna vinna í tæpar tvær vikur og síðan að skjóta sér í flugvél og fá sér kampavín

þetta hljómar mjög vel held ég bara.

fæ samt alltaf fáránleikatilfinningu við að vera að dægurrausa þetta á þessari síðu.

Ummæli

krumma sagði…
heyrðu mín heittelskaða, mér finnst nú voða notalegt að lesa þetta dægurraus þitt, gefur manni smá svona tilfinningu að maður sé ekki einn blogg brings people togather, ég ætti að snúa mér að slagorðagerð...
langar að jólast með þér en er að fara helvítis próf aarrg
Fía Fender sagði…
komdu með heim
komdu með heim
í partí fyrir tvo
þú og ég
í partí fyrir tvo
höfum það ógeðslega villt
og skoðum plötusafnið mitt
ég nenni ekki að bíða lengur
komdu með heim
komdu með heim
komdu með heim.....
Bíbí West sagði…
Sko, fáránleikinn er góður leikur.
Og ógissl'a skemmtilegur.
"Don´t stop, baby, baby, don´t stop..."

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal