matseðill já í staðin fyrir myndir úr nærfataskúffunni enda er þetta mun áhugaverðara:

Morgunmatur

Hafragrautur með möluðum sólblóma- og hörfræjum, kanil og hrísmjólk
Hörfræolía, jurtir, vítamin og vatn.

Te

Hádegismatur

Grænn og góður drykkur:

Frosnir mangóbitar, epli, spínat, brokkolí, steinselja, kóríander, vatn.
Mjög ljúffengt.

+ vatn og jurtir

Sídegis

Maístortilluflögur
Flatkaka með smjöri
2 hrökkbrauð með kóríanderpestó
vatn

Kvöldmatur

Grænmetissúpa:

Gulrætur, sæt kartafla, sellerírót, sellerí, ferskt engifer
saxað saman og sett í pott með 1 1/2 lítra af vatni
Látið sjóða í kannski 20 mínútur með grænmetiskrafti

Bætt í smá smjöri, sítrónusafa, meiri grænmetiskrafti, maldonsalti, pipar

Sett í blandara í smá stund - síðan aftur í pott
Bætt út í kóríander, steinselju, blaðlauk - látið malla svoldið saman og piprað og saltað eftir smekk

Súpan var svo etin með hafrabrauðsneið með hummus, hafrabrauðsneið með kóríanderpestó
hráum gulrótum og hvítkáli (tilbúið í pokum og algjört nammigott)

+ vatn og jurtir

Kvöld
Tebollar með hunangi, matarkex og örlítið 70% súkkulaði

góða og blessaða nótt

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Komdu frekar með myndir úr nærfataskúffunni.
Fía Fender sagði…
nei ég lofa þér að þetta er meira stuð - trúðu mér nafnlausa elska

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal